Laugardaginn 28. október - kjördag - verður flutt erindi í sal Listasafnsins í Safnahúsinu sem ber heitið draugar og drama.Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir sjá um erindið sem hefst kl. 14.
Lesa meira
Á skjalasafninu á Ísafirði starfa fjórar konur að skráningu sóknarmannatala fyrir Þjóðskjalasafn Íslands. Verkefnið er unnið með þeim hætti að sóknarmannatalsbækur eru skannaðar á Þjóðskjalasafni og færðar í sérstakt skráningarkerfi þar sem grunnupplýsingar um bækurnar eru skráðar. Starfsmennirnir á Ísafirði sækja skráningarkerfið á vefsíðu Þjóðskjalasafns og skrá tilteknar upplýsingar á myndunum inn í kerfið. Ætlunin er að að birta þessi gögn á vef Þjóðskjalasafns og eru þau nú þegar að hluta aðgengileg almenningi.
Lesa meira
Dagana 5. og 6. október halda héraðsskjalasöfnin sína árlegu ráðstefnu. Skjalasafnið og Ljósmyndasafnið verða því lokuð þessa tvo daga.
Lesa meira