Draugar og drama á Veturnóttum

Laugardaginn 28. október - kjördag - verður flutt erindi í sal Listasafnsins í Safnahúsinu sem ber heitið draugar og drama.Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir sjá um erindið sem hefst kl. 14.

Laugardaginn 28. október - kjördag - verður flutt erindi í sal Listasafnsins í Safnahúsinu sem ber heitið draugar og drama. Til að gera langa sögu stutta þá er þessi fyrirlestur þannig til kominn að á skjalasafninu var verið að vinna efni fyrir Norræna skjaladaginn þann 11. nóvember næstkomandi  þar sem tekin eru fyrir hús í bænum. Í einu húsanna átti sér stað bæði drama og draugagangur sem varð svo kveikjan að heiti erindisins - án þess að skjalaverðir vissu þó um neina aðra drauga á Ísafirði.  Safnið er reyndar í húsi sem fylgja ýmsar draugasögur og er staðsett rétt við kirkjugarðinn en þegar farið var að leita að sögum á prenti fundust  einhverjar um sýnir og fyrirboða sem sagt verður frá - og svo er auðvitað nóg af drama ...

Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir sjá um erindið sem hefst kl. 14.

 

Velja mynd