Vesturfarabréf afhent skjalasafninu

Í morgun barst skjalasafninu bréfasafn frá vesturheimi en á morgun opnar sýning á vesturfarabréfum og ljósmyndum í tilefni norræna skjaladagsins.

Í morgun var unnið við uppsetningu á sýningu í tilefni af norræna skjaladeginum sem að þessu sinni fjallar um vesturfara. Þá vildi svo skemmtilega til að Geir Zoëga kom í húsið og afhenti byggðasafninu ýmsa muni úr fórum hjónanna Þórdísar Friðriksdóttur og Kristjáns G. Kristjánssonar. Þar á meðal voru bréf frá Guðjóni Sólberg Friðrikssyni, bróður Þórdísar, sem flutti til Kanada árið 1911. Hann fór frá Haukadal í Dýrafirði árið 1896 og bjó í Reykjavík þar til hann hélt utan. Hann tók m.a. þátt í hernaði fyrri heimsstyrjaldar en hann lést árið 1954. Bréfin, sem afhent voru skjalasafninu, eru skrifuð til systurdóttur hans Kristínar Zoëga.

Velja mynd