Gamalt bréf fannst á milli þilja í Norska bakaríinu
Í gömlum húsum getur ýmislegt leynst á milli þilja og reyndist það raunin í Silfurgötu 5, Norska bakaríinu öðru nafni, þar sem unnið hefur verið að undanförnu að endurbótum. Er ætlun núverandi eiganda, Gistingar ehf., að innrétta húsið sem gistiheimili en að utanverðu verður það gert upp samkvæmt tillögum Húsafriðunarnefndar og skal vera sem næst upprunalegu útliti. Ýmislegt smádót hefur fundist þar inni í veggjum auk bréfs frá tveimur mönnum sem unnu að því að innrétta íbúð á efri hæð hússins á vormánuðum 1927.
Lesa meira