Minningar úr Húsmæðraskólanum Ósk

Í lok ágúst fengu skjalasafnið og ljósmyndasafnið afhent gögn sem höfðu verið í eigu Önnu Jónu Guðmundsdóttur en hún lést 23. janúar á þessu ári. Um er að ræða albúm og minningabók frá vetrinum 1951-1952 þegar Anna Jóna var í námi við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Það var bróðurdóttir hennar, Ingibjörg H. Harðardóttir, sem afhenti þessi skemmtilegu gögn sem segja í máli og myndum frá lífi námsmeyjanna í „Grautó“, eins og skólinn var oft kallaður.

Anna Jóna Guðmundsdóttir fæddist 5. október árið 1931 í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónasdóttir, húsfreyja og verkakona, og Guðmundur Jósafatsson, verkamaður, en þau voru bæði úr Skagafirði. Anna Jóna var næst yngst fjögurra systkina sem öll eru látin. Hún lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks og veturinn 1951-1952 var hún í námi við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Hún giftist Sigurði Ólafssyni, vélstjóra úr Vestmannaeyjum, og bjó á Reykjavíkursvæðinu til æviloka.

Velja mynd