Lýsitexta vantar með mynd.

Skjalasafnið fær gögn frá Skíðafélagi Ísfirðinga

Fulltrúar Skíðafélags Ísfirðinga mættu í gær á skjalasafnið með skjöl sem höfðu verið varðveitt í bankahólfi um árabil. Eitthvað var farið að fyrnast yfir hvaða dýrgripir væru varðveittir í hólfinu en í ljós kom að þar lágu m.a. fundagerðabækur skíðalyftunefndar og skíðaskálanefndar, gestabækur úr skíðaskálum, bókhaldsgögn og fleira.

Lesa meira
Titilsíða fyrstu fundargerðabókar Byggingarnefndar Ísafjarðar.

Elsta fundagerðabók byggingarnefndar á vefinn

Með auknum möguleikum í rafrænni miðlun hafa opnast möguleikar á auðveldara aðgengi að skjölum sem varðveitt eru á skjalasöfnum. Skönnun og miðlun heimilda um netið gefur almenningi kost á að njóta og nýta menningararfinn sér til gagns og gamans. Á Skjalasafninu Ísafirði hefur á undanförnum árum verið unnið að skönnun og ljósmyndun elstu fundagerðabóka byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar með það að markmiði að gera þær aðgengilegar á vefsíðu safnsins, www. safnis.is.

Lesa meira