Skjalasafnið fær gögn frá Skíðafélagi Ísfirðinga

Fulltrúar Skíðafélags Ísfirðinga mættu í gær á skjalasafnið með skjöl sem höfðu verið varðveitt í bankahólfi um árabil. Eitthvað var farið að fyrnast yfir hvaða dýrgripir væru varðveittir í hólfinu en í ljós kom að þar lágu m.a. fundagerðabækur skíðalyftunefndar og skíðaskálanefndar, gestabækur úr skíðaskálum, bókhaldsgögn og fleira.

Þótti eðlilegt að þessi skjöl yrðu varðveitt á skjalasafninu þar sem þau verða flokkuð, skráð og gerð aðgengileg fyrir þá sem áhuga hafa á að skoða þau. Fyrr á árinu höfðu safninu borist fleiri gögn frá Skíðafélaginu og má geta þess að safnið varðveitir talsvert magn af skjölum og ljósmyndum sem tengjast skíðastarfi á Ísafirði fyrr og síðar.

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, formaður Skíðafélags Ísfirðinga, afhendir starfsmanni skjalasafnsins, Guðfinnu M. Hreiðarsdóttiu, gögn frá Skíðafélaginu. Hólmfríði til aðstoðar eru Sigríður Sigurðardóttir, Heimir Hansson og Jóhanna Oddsdóttir.

Velja mynd