Elsta fundagerðabók byggingarnefndar á vefinn
Með auknum möguleikum í rafrænni miðlun hafa opnast möguleikar á auðveldara aðgengi að skjölum sem varðveitt eru á skjalasöfnum. Skönnun og miðlun heimilda um netið gefur almenningi kost á að njóta og nýta menningararfinn sér til gagns og gamans. Á Skjalasafninu Ísafirði hefur á undanförnum árum verið unnið að skönnun og ljósmyndun elstu fundagerðabóka byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar með það að markmiði að gera þær aðgengilegar á vefsíðu safnsins, www. safnis.is.
Lesa meira