Nýjar reglur um skráningu mála og málsgagna

Á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar, taka gildi nýjar reglur um skráningu mála og málsgagna hjá afhendingarskyldum aðilum. Reglurnar byggja á 23. grein laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og kveða á um hvernig skrá skuli mál og málsgögn sem eru til meðferðar hjá þeim.

Fimmtudaginn 1. febrúar taka gildi nýjar reglur frá Þjóðskjalasafni Íslands um skráningu mála og málsgagna hjá afhendingaskyldum aðilum. Reglurnar byggja á lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Með setningu þessara reglnanna er í fyrsta skipti kveðið sérstaklega á um hvaða upplýsingar afhendingarskyldir aðilar skuli skrá um mál og málsgögn sem eru, eða hafa verið til meðferðar hjá þeim.  Lesa má nánar um reglurnar  á vef Þjóðskjalasafns Íslands https://skjalasafn.is/ og reglurnar sjálfar má lesa á vef stjórnartíðinda https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=d9a57bdb-cfc8-4b1d-90d7-a07a6add2571

Velja mynd