
Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar 1925
Það styttist í sýningarlok á Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar 1925. Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 1. september. Af því tilefni verða tvö erindi af ráðstefnunni "Hvernig grannar erum við ?" flutt á sýningunni miðvikudaginn 29. ágúst. Á ráðstefnunni voru erindin flutt á ensku en verða nú flutt á íslensku.
Miðvikudaginn 29. ágúst verða tveir fyrirlestrar í sal Listasafns Ísafjarðar þar sem fjallað verður um efni sýningarinna Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar 1925. Guðfinna Hreiðarsdóttir mun fjalla um heimsóknina og ber erindi hennar heitið Minningin um heimsóknina frá Grænlandi 1925 og Jóna Símonía Bjarnadóttir flytur erindi frá Sumarliða R. Ísleifssyni sem ber heitið Hvað geta myndirnar frá Grænlandsheimsókninni árið 1925 sagt okkur? Dagskráin hefst kl. 17 og allir velkomnir.
Við minnum á að síðasti dagur sýningarinnar er laugardagurinn 1. september. Við hvetjum alla til að koma og kynna sér þessa merku heimsókn en henni eru gerð skil bæði í texta og myndum á sýningunni.
Að sýningunni standa: Safnahúsið Ísafirði - Byggðasafn Vestfjarða - Prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar, Háskóla Íslands - Námsleið í hagnýtri menningarmiðlun, Háskóla Íslands