![](/datab_myndir/Rodull.jpg)
Röðull kominn á vefinn
Eins og áður hefur verið greint frá þá fékk Skjalasafnið Ísafirði styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til skönnunar og miðlunar á elstu félagsblöðum nokkurra ungmenna- og íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Ágúst G. Atlason ljósmyndari hefur unnið að þessu verkefni og nú er fyrsta blaðið aðgengilegt á vef safnsins.
Það er handskrifaða blaðið Röðull sem gefið var út af íþróttafélaginu Stefni á Suðureyri í fjölmörg ár og fyllir nokkrar bækur. Félagið var stofnað árið 1906 og á sér bæði langa og merka sögu. Án efa munu margir hafa gaman af að því að glugga í Röðul en bókin sem er komin á vefinn inniheldur fyrstu árganga blaðsins og nær yfir árin 1920-1925.