Um jól og áramót verður Safnahúsið opið sem hér segir:
Lesa meiraÞriðjudaginn 18. desember ætlar hún Grýla gamla að heimsækja okkur og kemur hún í Safnahúsið kl. 17. Grýla ætlar að koma sér fyrir í sal Listasafnsins á 2.hæð og spjalla við gesti og gangandi.
Lesa meiraÞað er alltaf fjör á jólaföstunni hér í húsinu þegar skólabörnin koma í heimsókn. Hann Elfar Logi tók á móti þeim og sagði þeim sögur í sal Listasafnsins en þar er núna jólasýning hússins. Öllum er velkomið að tylla sér í salinn og kíkja á ýmsan fróðleik sem þar er að finna.
Lesa meiraHin árlega jólasýning opnar föstudaginn 7. desember kl. 17. Í ár höfum við lagt okkur fram um að skapa notalega jólastemmningu í sal Listasafnsins.
Lesa meiraFyrir nokkrum vikum vorum við með náttfatasögustund í bókasafninu og tókst mjög vel til. Því langar okkur að endurtaka leikinn og vera með annan sögustund, með jólaívafi, laugardaginn 15. desember kl. 13:15-14.
Lesa meiraÁ aðventunni er gott að taka sér tíma til slaka á og gleyma um stund öllu stússi, setjast aðeins niður og bara njóta. Alla laugardaga fram að jólum bjóðum við því bæjarbúum að kíkja í bókasafnið í heitt súkkulaði og piparkökur.
Lesa meira"Fyrsti desember 1918. Hann verður nafnkendur i sögu íslands, dagurinn sá. Mildur og fagur rann hann upp af austurstraumum. Skammdegissólin skein blítt yfir landið, ekki ólíkt því, er móðir lítur á ástkært, sjúkt barn. Í höfuðstað landsins gaf henni að líta náblæjur og nýjar grafir mörgum tugum saman. "
Lesa meiraAðventan er handan við hornið og laugardaginn 1. desember ætlum við að taka smá forskot á sæluna og bjóða gestum okkar upp á notalega stemmningu í safninu.
Lesa meiraVið erum búin að opna jólamarkað í Safnahúsinu og fást þar til dæmis jóladagatöl, jólakort og jólamerkimiðar.
Lesa meiraKíktu til okkar í notalega náttfatasögustund í Bókasafninu laugardaginn 17.nóvember kl. 13-14. Mættu á náttfötunum og taktu endilega uppáhalds bangsann þinn með!
Lesa meiraFöstudaginn 16. nóvember verður bókasafnadagur á bókasöfnunum á Ísafirði. Bókasöfn Grunnskólans, Menntaskólans og Bókasafnið Ísafirði verða öll með skemmtilega dagskrá síðdegis:
Lesa meiraListasafn Ísafjarðar sýnir valin verk Sigrid Valtingojer úr safneign Listasafns ASÍ. Sigrid Valtingojer (1935-2013) fæddist í Teplitz í Tékklandi en var búsett í Þýskalandi á árunum 1945-1961. Hún stundaði nám í Þýskalandi á árunum 1954-1958 en fluttist til Íslands árið 1961.
Lesa meiraNorræni skjaladagurinn verður haldinn hátíðlegur á skjalasöfnum laugardaginn 10. nóvember. Að þessu sinni verður árið 1918 í deiglunni og í Safnahúsinu verður fjallað um Stríðið mikla 1914-1918 en samið var um vopnahlé þann 11. nóvember og því liðin öld frá lokum stríðsins á sunnudaginn.
Lesa meiraBangsadagurinn hefur verið fastur liður í starfsemi Bókasafnsins Ísafirði frá árinu 1998. Í ár verður engin undantekning á því og verður hann haldinn hátíðlegur mánudaginn 29. október.
Lesa meiraÁ morgun er kvennafrí á Ísafirði líkt og á öðrum stöðum um land allt. Safnahúsið mun því loka á morgun þar sem allar konur munu hverfa frá vinnu kl. 14:55.
Lesa meiraVið vekjum athygli á því að sýning Jean í sal Listasafns Ísafjarðar hefur verið framlengd til miðvikudagsins 31. október. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessa fallegu sýningu.
Lesa meiraLaugardaginn 27. október kl. 14:00 verður þriðja Bókaspjall ársins í Bókasafninu. Tvö erindi verða á dagskrá: Helga Aðalsteinsdóttir spjallar um bækur og Gunnvör S. Karlsdóttir verður með erindi um Guðmund biskup Arason hinn góði (1161-1237).
Lesa meiraÍ tengslum við bæjarhátíðina Veturnætur hefur Bókasafnið Ísafirði undanfarin ár staðið fyrir bókamarkaði, „Grúskarar í rökkrinu“ sem hefur verið vinsæll meðal bæjarbúa. Ekki verður gerð undantekning á því þetta haust.
Lesa meiraEins og áður hefur verið greint frá þá fékk Skjalasafnið Ísafirði styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til skönnunar og miðlunar á elstu félagsblöðum nokkurra ungmenna- og íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Ágúst G. Atlason ljósmyndari hefur unnið að þessu verkefni og nú er fyrsta blaðið aðgengilegt á vef safnsins.
Lesa meiraLaugardaginn 6. október kl. 14 bjóðum við taílenskar fjölskyldur sérstaklega velkomnar á kynningu á þjónustu bókasafnsins.
Lesa meiraSkjalasafnið og ljósmyndasafnið verða lokuð á miðvikudag, fimmtudag og föstudag 03.- 05. október
Lesa meiraLaugardaginn 29. september kl. 14 verður Marín Guðrún Hrafnsdóttir með erindi um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi.
Lesa meiraBókasafnið opnar aðeins fyrr í vetur og verður með svohljóðandi opnunartíma: 12-18 virka daga 13-16 laugardaga Verið velkomin!
Lesa meiraBandaríska listakonan Jean Larson opnar áhugaverða sýningu í sal Listasafn Ísafjarðar í Safnahúsinu á Ísafirði laugardaginn 8. september kl. 14. Verkin sýna náttúruna og hið manngerða umhverfi í nýju ljósi og hefur Jean gefið sýningunni heitið FÖNSUN. Hún segir að eitt það mest gefandi við að starfa sem listamaður sé að uppgötva óvænta fegurð á ólíklegustu stöðum. Listin sé svo oft spurning um sjónarhorn og hvernig augað skynji hið hversdagslega í umhverfinu. Að hennar sögn er innblásturinn að þessu verkefni mynstur og áferð löngu yfirgefinna bygginga sem grotna smám saman niður þar þær sameinast jörðinni að nýju. Hrundir veggir, mygluskellur, skærir litir ryðgaðs járns og skúptúrar yfirgefinna hluta sýna hvernig listin er sköpuð af náttúrunni sjálfri.
Lesa meiraÞað er alltaf gaman þegar húsinu eru færðar gjafir sem tengjast því á einn eða annan hátt. Á dögunum kom Guðrún E. Baldursdóttir færandi hendi og gaf Safnahúsinu líkan af húsinu.
Lesa meiraSumarlestrinum er lokið að þessu sinni og bjóðum við öllum börnum sem hafa tekið þátt á uppskeruhátíð miðvikudaginn 29. ágúst kl. 16:00.
Lesa meiraÞað styttist í sýningarlok á Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar 1925. Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 1. september. Af því tilefni verða tvö erindi af ráðstefnunni "Hvernig grannar erum við ?" flutt á sýningunni miðvikudaginn 29. ágúst. Á ráðstefnunni voru erindin flutt á ensku en verða nú flutt á íslensku.
Lesa meiraÁ Skjalasafninu Ísafirði eru varðveitt fjölmörg félagsblöð ungmenna- og íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta eru handskrifuð blöð sem innihalda fjöldbreytt efni sem látið var berast manna á milli innan hvers félagssvæðis eða lesið upp á fundum. Þarna birtust ferðasögur, frásagnir og kvæði, hugleiðingar um ýmis þjóð- og framfaramál auk þess sem þar urðu gjarnan skemmtileg orðaskipti bæði í bundnu og lausu máli. Starfið innan félaganna var góður skóli í félagsmálum því þar lærðu félagsmenn að orða hugsanir sínar í ræðuformi og að festa þær á blað.
Lesa meiraNýverið afhenti Ragnheiður Hlynsdóttir skjalasafninu skjöl og ljósmyndir úr dánarbúi hjónanna sr. Sigtryggs Guðlaugssonar (1862-1959), prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði, og Hjaltlínu Guðjónsdóttur (1890-1981), kennara og húsfreyju. Skjölin koma frá Hlíð, heimili þeirra hjóna á Núpi þar sem þau bjuggu alla tíð, frá því snemma á 20. öldinni og fram að andláti sr. Sigtryggs árið 1959. Þau áttu tvo syni Hlyn (1921-2005) og Þröst (1929-2017). Húsið hefur undanfarin árið verið rekið sem menningarminjasafn um séra Sigtrygg og Hjaltlínu en heimilið hefur verið varðveitt í upprunalegri mynd frá þeirra tíð.
Lesa meiraVið minnum á að mánudaginn 6. ágúst er húsið lokað! Það er opið á morgun, laugardaginn 4. ágúst milli 13 og 16.
Lesa meiraÁ skjalasafninu hefur verið unnið að því að skanna elstu fundagerðabækur byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar og gera þær aðgengilegar bæði almenningi og fræðimönnum á vefnum. Fyrr á þessu ári var elsta fundabók byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar sett á vefinn en hún tekur yfir tímabilið 1866-1896.
Lesa meiraRáðstefnan "Hvernig grannar erum við?" fór fram í Edinborgarhúsinu í júní en þar var rætt um samband Íslands og Grænlands í nútíð og fortíð. Þá var opnuð sýning í Safnahúsinu um komu Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925.
Lesa meiraÍ tilefni af 100 ára fullveldi Íslands árið 2018 er við hæfi að huga að tengslum landsins við næsta nágranna þess, Grænland. Tengsl þessara landa hafa farið mjög vaxandi frá því að Vestnorræna ráðið var stofnað árið 1985. Nú aukast þau með hverju ári og ríkt tilefni til þess að gaumgæfa þau í sögu og samtíð. Af þessu tilefni er boðað til ráðstefnu og sýningar á Ísafirði 15. og 16 júní 2018. Sýningin fjallar um heimsókn hóps fólks frá Ammassalik á austurströnd Grænlands til Ísafjarðar árið 1925. Þá komu um 90 manns til bæjarins með skipi á leið sinni til Scoresbysunds þar sem dönsk stjórnvöld höfðu ákveðið að koma á fót nýrri byggð. Fjöldi ljósmynda frá heimsókninni er varðveittur, flestar á ljósmyndasafninu á Ísafirði, og verður sýningin sett upp í Safnahúsinu þar. Sýningin verður opnuð föstudaginn 15. júní 2018 og stendur sumarlangt. Á ráðstefnunni ræða fyrirlesarar frá Danmörku, Grænlandi og Íslandi um tengsl Íslands og Grænlands sögulega og í samtíma, viðhorf á milli þeirra, samskipti í menningarmálum og atvinnulífi og málefni er varða fullveldi landanna en ráðstefnan verður laugardaginn 16. júní frá kl 9:30-17:00. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ráðstefnuna. Allir velkomnir.
Lesa meiraEftir örfáa daga hefst sumarfrí grunnskólabarna og því langar okkur að minna á Sumarlesturinn sem verður á dagskrá hér líkt og undanfarin ár.
Lesa meiraÍ sumar munum við taka úr lás kl. 12 virka daga og Safnahúsið verður því opið kl. 12-18.
Lesa meiraVið minnum á ljósmyndasýninguna Skeggjar í sal Listasafnsins. Hún hefur verið framlengd til laugardagsins 9. júní. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessa skemmtilegu sýningu hans Gústa bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.
Lesa meiraEldri kona í Bandaríkjunum mætti í þáttinn Antiques Roadshow með bréf frá afa sínum, skrifað í Washington DC þann 21. apríl 1865. Í bréfinu segir hann frá því að hann hafi farið með félögum sínum í leikhús þann 14. apríl þar sem hann varð vitni að banatilræði við Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjanna, sem lést af sárum sínum daginn eftir.
Lesa meiraLaugardaginn 7. apríl verður Bókaspjall í Bókasafninu. Dagskráin samanstendur að vanda af tveimur erindum.
Lesa meiraSafnahúsið verður opið sem hér segir um páskahelgina:
Lesa meiraÁgúst G. Atlason, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, sýnir ljósmyndir í Listasafni Ísafjarðar
Lesa meiraÞað sem Safnahúsið geymir er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir í sal Listasafns Ísafjarðar. Þar getur að líta sitthvað sem söfnin í Safnahúsinu varðveita. Henni lýkur 23. mars næstkomandi.
Lesa meiraFulltrúar Skíðafélags Ísfirðinga mættu í gær á skjalasafnið með skjöl sem höfðu verið varðveitt í bankahólfi um árabil. Eitthvað var farið að fyrnast yfir hvaða dýrgripir væru varðveittir í hólfinu en í ljós kom að þar lágu m.a. fundagerðabækur skíðalyftunefndar og skíðaskálanefndar, gestabækur úr skíðaskálum, bókhaldsgögn og fleira.
Lesa meiraMeð auknum möguleikum í rafrænni miðlun hafa opnast möguleikar á auðveldara aðgengi að skjölum sem varðveitt eru á skjalasöfnum. Skönnun og miðlun heimilda um netið gefur almenningi kost á að njóta og nýta menningararfinn sér til gagns og gamans. Á Skjalasafninu Ísafirði hefur á undanförnum árum verið unnið að skönnun og ljósmyndun elstu fundagerðabóka byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar með það að markmiði að gera þær aðgengilegar á vefsíðu safnsins, www. safnis.is.
Lesa meiraÁ facebook-síðu Þjóðminjasafns Íslands má finna þetta áhugaverða og skemmtilega myndband þar sem Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands, segir frá myndaalbúmum fyrr og síðar.
Lesa meiraLaugardaginn 10.mars fáum við góðan gest í safnið, en þá mun Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur segja frá skrifum sínum um ævintýralega ævi landnámskonunnar Auðar djúpúðgu.
Lesa meiraVið starfsfólk Bókasafnsins Ísafirði viljum gjarnan vita hvernig gestir okkar upplifa þjónustuna og því ákváðum við að gera stutta, rafræna könnun.
Lesa meiraVegna óhagstæðrar veðurspár er Bókaspjallinu sem vera átti á dagskrá á morgun laugardag 10. febrúar, frestað.
Lesa meiraÞjóðskjalasafn Íslands hefur birt röð myndbanda á vefnum YouTube um frágang og skráningu pappírsskjalasafna. Myndböndin eru sex talsins og eru byggð á námskeiðinu Frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna sem hefur verið haldið undanfarin ár. Hægt er að horfa á hvert myndband fyrir sig eða þá fá heildarmyndina með því að horfa á myndböndin í réttri röð og þannig fá heildarferlið sem frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna er.
Lesa meiraÁ morgun, fimmtudaginn 1. febrúar, taka gildi nýjar reglur um skráningu mála og málsgagna hjá afhendingarskyldum aðilum. Reglurnar byggja á 23. grein laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og kveða á um hvernig skrá skuli mál og málsgögn sem eru til meðferðar hjá þeim.
Lesa meiraLaugardaginn 10. febrúar kl. 14:00 verður fyrsta Bókaspjallið á nýju ári. Tvö erindi verða á dagskrá.
Lesa meira