Líkan af Gamla sjúkrahúsinu
Það er alltaf gaman þegar húsinu eru færðar gjafir sem tengjast því á einn eða annan hátt. Á dögunum kom Guðrún E. Baldursdóttir færandi hendi og gaf Safnahúsinu líkan af húsinu.
Lesa meiraÞað er alltaf gaman þegar húsinu eru færðar gjafir sem tengjast því á einn eða annan hátt. Á dögunum kom Guðrún E. Baldursdóttir færandi hendi og gaf Safnahúsinu líkan af húsinu.
Lesa meiraSumarlestrinum er lokið að þessu sinni og bjóðum við öllum börnum sem hafa tekið þátt á uppskeruhátíð miðvikudaginn 29. ágúst kl. 16:00.
Lesa meiraÞað styttist í sýningarlok á Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar 1925. Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 1. september. Af því tilefni verða tvö erindi af ráðstefnunni "Hvernig grannar erum við ?" flutt á sýningunni miðvikudaginn 29. ágúst. Á ráðstefnunni voru erindin flutt á ensku en verða nú flutt á íslensku.
Lesa meiraÁ Skjalasafninu Ísafirði eru varðveitt fjölmörg félagsblöð ungmenna- og íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta eru handskrifuð blöð sem innihalda fjöldbreytt efni sem látið var berast manna á milli innan hvers félagssvæðis eða lesið upp á fundum. Þarna birtust ferðasögur, frásagnir og kvæði, hugleiðingar um ýmis þjóð- og framfaramál auk þess sem þar urðu gjarnan skemmtileg orðaskipti bæði í bundnu og lausu máli. Starfið innan félaganna var góður skóli í félagsmálum því þar lærðu félagsmenn að orða hugsanir sínar í ræðuformi og að festa þær á blað.
Lesa meiraNýverið afhenti Ragnheiður Hlynsdóttir skjalasafninu skjöl og ljósmyndir úr dánarbúi hjónanna sr. Sigtryggs Guðlaugssonar (1862-1959), prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði, og Hjaltlínu Guðjónsdóttur (1890-1981), kennara og húsfreyju. Skjölin koma frá Hlíð, heimili þeirra hjóna á Núpi þar sem þau bjuggu alla tíð, frá því snemma á 20. öldinni og fram að andláti sr. Sigtryggs árið 1959. Þau áttu tvo syni Hlyn (1921-2005) og Þröst (1929-2017). Húsið hefur undanfarin árið verið rekið sem menningarminjasafn um séra Sigtrygg og Hjaltlínu en heimilið hefur verið varðveitt í upprunalegri mynd frá þeirra tíð.
Lesa meiraVið minnum á að mánudaginn 6. ágúst er húsið lokað! Það er opið á morgun, laugardaginn 4. ágúst milli 13 og 16.
Lesa meira