![Lýsitexta vantar með mynd.](/datab_myndir/Jolakort1.jpg)
Gleðileg jól!
Óskum öllum vinum okkar nær og fjær gleði á jólum og farsæld á nýju ári!
Lesa meiraÓskum öllum vinum okkar nær og fjær gleði á jólum og farsæld á nýju ári!
Lesa meiraÞað hefur verið líf og fjör í húsinu á jólaföstunni en við höfum verið að minnast gömlu jólanna í salnum þar sem Ómar Smári málaði heilan torfbæ - sjón er sögu ríkari!
Lesa meiraFimm hestar með afar merkilega sögu eru nú til sýnis í Safnahúsinu. Um er að ræða leikfangahesta gerða af Júlíönu Halldórsdóttur sem var fædd árið 1864 að Hóli í Önundarfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Halldórsson og Guðrún Jónsdóttir. Eignuðust þau sautján börn en ekki komust nema sjö þeirra til fullorðinsára. Halldór á Hóli var smiður góður og smíðaði margt fyrir nágrannana og sagt var að Guðrún hefði alltaf verið góð heim að sækja.
Lesa meiraJólasýning hússins verður opnuð formlega í dag kl. 17. Kvennakór Ísafjarðar mun syngja nokkur lög og boðið verður upp á kaffi og lummur. Ómar Smári teiknaði sýninguna sem sýnir torbæ og það sem þar gerðist á jólaföstunni.
Lesa meiraSíðasta pólska sögustundin fyrir jól verður laugardaginn 12. desember kl.13.30
Lesa meiraMiðvikudaginn 25. nóvember kl 17:00 bjóðum við upp á annað bókaspjallið þetta haust. Er það jafnframt það sjötta í röðinni og eru sem fyrr tvö stutt erindi á dagskrá.
Lesa meiraÁsýnd dauðans er yfirskrift sýningar sem Skjalasafnið Ísafirði verður með í tilefni af norræna skjaladeginum laugardaginn 14. nóvember. Yfirskrift skjaladagsins að þessu sinni er „Án Takmarka“ („Gränselöst“) og mun skjalasafnið sýna skjöl og myndir er tengjast andláti og greftrun fyrr á tímum, s.s. húskveðjur, líkræður, grafskriftir og grafljóð. Þá verður einnig fjallað um þann sið sem tíðkaðist í hinum vestræna heimi á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar að fá ljósmyndara til að taka myndir af látnum ástvinum.
Lesa meiraLaugardaginn 14. nóvember kl. 13:30 verður dagskrá í Safnahúsinu í tilefni af sjálfstæðisdegi Póllands.
Lesa meiraDagana 9.-15. nóvember verður haldin hin árlega Norræna bókasafnavika. Þessi verður sú nítjánda í röðinni og eru þátttakendur bókasöfn á Norðurlöndum, en á síðari árum hafa einnig bæst í hópinn bókasöfn í Eystrasaltslöndunum.
Lesa meiraAllt frá árinu 1998 höfum við haldið upp á samnorræna Bangsadaginn sem verður haldin þriðjudaginn 27. október.
Lesa meiraSýning þessi er sýnishorn af listaverkum í eigu íbúa Ísafjarðar. Hvert verk hefur sína eigin sögu og er farið yfir hana hér í sýningarsal okkar. Listamennirnir koma frá öllum heiminum, sumir eru íbúar hér en aðrir héðan og þaðan af Íslandi. Spennandi sýning á annari hæð Gamla sjúkrahússins, láttu sjá þig.
Lesa meiraNú eru Veturnætur handan við hornið og munum við hér á Bókasafninu að sjálfsögðu taka þátt í þessari bæjarhátíð. Að þessu sinni verður framlag okkar bókamarkaður fyrir notaðar bækur sem gengur undir yfirskriftinni „Grúskarar í rökkrinu“.
Lesa meiraVel var mætt í útgáfuhóf sem Sögufélag Ísfirðinga hélt laugardaginn 17. október til að fagna nýútkominni bók eftir Jón Pál Halldórsson er ber heitið Inndjúpið. Bæir og ábúendur í innanverðu Ísafjarðardjúpi.
Lesa meiraLaugardaginn 17. október verður Sögufélag Ísfirðinga með útgáfuhóf í Safnahúsinu í tilefni af nýútgefinni bók eftir Jón Pál Halldórsson sem ber heitið Inndjúpið. Bæir og ábúendur í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Í bókinni er fjallað um bæi og búendur í Inndjúpinu á öldinni sem leið en allt fram á fimmta áratug aldarinnar var búseta á nánast öllum bæjum á þessu svæði. Árið 1950 voru 400 íbúar í fjórum hreppum Inndjúpsins en þeim fór síðan fækkandi og voru orðnir 253 árið 1980 og 151 í árslok 1990. Í dag er búseta með hefðbundnum hætti á átta bæjum á svæðinu.
Lesa meiraGamla sjúkrahúsið er komið í bleikan búning í tilefni af árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.
Lesa meiraFimmtudaginn 8.október kl 17:00 kynnir Sigríður Hjördís Jörundsdóttir bókina „Utangarðs: ferðalag til fortíðar” sem kemur út í þessum mánuði. Bókina skrifaði Sigríður Hjördís ásamt Halldóru Kristinsdóttur og er viðfangsefnið einstaklingar á 19.öld sem af einhverjum ástæðum féllu ekki inn samfélag samtímans.
Lesa meiraLaugardaginn 26. september kl 14:00 hefst fyrsta bókaspjall haustsins á Bókasafninu. Um er að ræða fimmta bókaspjallið í þessari erindaröð. Sem áður er von á skemmtilegri dagskrá sem samanstendur af tveimur stuttum erindum.
Lesa meiraÍ lok ágúst fengu skjalasafnið og ljósmyndasafnið afhent gögn sem höfðu verið í eigu Önnu Jónu Guðmundsdóttur en hún lést 23. janúar á þessu ári. Um er að ræða albúm og minningabók frá vetrinum 1951-1952 þegar Anna Jóna var í námi við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Það var bróðurdóttir hennar, Ingibjörg H. Harðardóttir, sem afhenti þessi skemmtilegu gögn sem segja í máli og myndum frá lífi námsmeyjanna í „Grautó“, eins og skólinn var oft kallaður.
Lesa meiraNú líður að lokun sumarsýningar Safnahússins sem að þessu sinni sýndi úrval af íslenskum kvenbúningum.
Lesa meiraMiðvikudaginn 16. september kl. 9.30 verður þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í sal Listasafnsins í Safnahúsinu. Undirritunin er upphaf aðgerða sem bæta eiga læsi íslenskra ungmenna í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók um umbætur í menntun.
Lesa meiraÞriðjudaginn 8.september höldum við upp á bókasafnsdaginn, líkt og önnur íslensk bókasöfn. Það er Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, sem gengst fyrir þessum viðburði í samvinnu við bókasöfn landsins. Hjá okkur verður ýmislegt um að vera.
Lesa meiraSímkerfið í húsinu hefur verið í ólagi undanfarna daga en unnið er að viðgerð. Besta leiðin til að ná sambandi við söfnin er að hringja í 450-8220 en það númer tengist gsm símum hússins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meiraFimmtudaginn 3. september kl.16 mun Atli Ásmundsson fjalla um veru sína meðal Vestur Íslendinga í Kanada en hann var ræðismaður í hartnær áratug. Erindið verður í sal Listasafnsins á 2. hæð.
Lesa meiraÍ vikunni var haldin uppskeruhátíð Sumarlesturs hér á Bókasafninu. Yfir 40 börn mættu og margir foreldrar með þeim. Sem fyrr fengu allir sem tóku þátt viðurkenningarskjal og lítinn glaðning. Átta nöfn voru dregin úr lukkupottinum og fengu þessir krakkar bók í vinning.
Lesa meiraMiðvikudaginn 26. ágúst kl 16:00 verður haldin uppskeruhátið sumarlesturs Bókasafnsins á Ísafirði.
Lesa meiraSíðustu vikurnar hafa nýjar myndir verið að bætast við myndavefinn. Enn vantar okkur nöfn á myndir og hvetjum við fólk til að kíkja á vefinn og senda okkur línu ef það þekkir fólk á myndum.
Lesa meiraÁrið 1963 voru nokkrir menn staddir í Hornvík til að huga bjarginu þegar þeir urðu varir við ísbjörn. Þeir felldu dýrið sem reyndist birna í ansi góðum holdum. Feldur dýrsins ásamt vopninu sem notað var til að fella það voru afhent til varðveislu í Safnahúsinu síðastliðinn mánudag.
Lesa meiraSnerpa setur upp heita reiti á Ísafirði og þar á meðal í Safnahúsinu. Hægt er að kaupa aðgang í afgreiðslu hússins en einnig er hægt að kaupa aðgang á netinu.
Lesa meiraVið verðum með lokað á 17. júní sem er afmælisdagur hússins en það var vígt við hátíðlega athöfn fyrir 90 árum. Myndin sem hér fylgir er einmitt tekin við það tækifæri og kemur úr safni Guðmundar Mosdal.
Lesa meiraFimmtudaginn 11. júní mun Eyþór Árnason lesa úr ljóðbókum sínum í Safnahúsinu og hefst dagskráin kl. 17. Upplagt að ljúka deginum á kaffisopa og ljóðalestri! Eyþór Árnason fæddist og ólst upp í Skagafirði. Hann útskrifðaðist frá Leiklistarskola Íslands vorið 1983. Siðan starfaði hann í 20 ár frá 1987 sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 og einnig hjá Saga film þar sem hann hefur unnið við marga af stærstu sjónvarpsviðburðum og þáttum landsins.
Lesa meiraNú fer hver að verða síðastur að sjá afmælissýningu LL í Safnahúsinu. Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 6. júní.
Lesa meiraSumarlestur fyrir börn hófst sl mánudag 1. júní hér á Bókasfninu. Sumarlesturinn er skemmtilegur leikur fyrir börn 6-12 ára sem eru búsett í Ísafjarðarbæ.
Lesa meiraFöstudaginn 24. apríl varð Litli leikklúbburinn á Ísafirði 50 ára og af því tilefni var opnuð sýning í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu. Það var mikið um dýrðir og fjöldi fólks lagði leið sína í húsið til að fagna þessum merka áfanga með afmælisbarninu.
Lesa meiraVið minnum á að húsið er lokað á morgun. Gleðilegt sumar!
Lesa meiraÍ tilefni af 50 ára afmæli Litla leikklúbbsins verður opnuð afmælissýning í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu föstudaginn 24. apríl kl. 16.
Lesa meiraIllugi Gunnarsson menntamálaráðherra opnaði í dag vefinn einkaskjalasafn.is en Skjalasafnið Ísafirði tók þátt í þróun vefjarins ásamt Héraðsskjalasafninu á Akureyri, Þjóðskjalasafni Íslands og Handritadeild Landsbókasafns.
Lesa meiraÞessa dagana er unnið við að setja upp nýja sýningu í sal Listasafnsins.
Lesa meiraSíðasti opnunardagur „Veggir úr sögu kvenna“, sýningar Kvenréttingafélags Íslands, verður laugardaginn 4. apríl. Húsið er opið kl. 13 - 16 og á þeim tíma verður fluttur einleikur um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
Lesa meiraLandsmenn fagna nú 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Af því tilefni efna Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin til þjóðarátaks um söfnun á skjölum kvenna og hvetja landsmenn til að afhenda þau á skjalasöfn. Bréf, dagbækur og önnur persónuleg gögn geta veitt innsýn inn í líf einstaklinga og fjölskyldna þeirra en einnig varpa þau ljósi á sögu lands og þjóðar.
Lesa meiraLaugardaginn 21. mars kl 14:00 verður skemmtileg, bókatengd dagskrá á Bókasafninu.
Lesa meiraÍ gær var opnuð farandsýning Kvenréttindafélags Íslands sem er tileinkuð því að hundrað ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Af þessu tilefni var boðið upp á dagskrá í Safnahúsinu sem samanstóð af erindum og söng, auk þess sem kvenfélögin Hlíf og Hvöt buðu upp á veitingar.
Lesa meiraMánudaginn 9. mars kl. 17 opnar sýningin „Veggir úr sögu kvenna". “ í Safnahúsinu á Ísafirði. Um er að ræða farandsýningu Kvenréttindafélags Íslands í tilefni þess að í ár eru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.
Lesa meiraUndanfarið hefur verið boðið upp á sögustundir fyrir pólskumælandi börn hér í Bókasafninu. Það er Félag Pólverja á Vestfjörðum sem hefur veg og vanda af þessum sögustundum.
Lesa meiraÁ dögunum voru okkur færðir þessir steinar að gjöf. Um er að ræða útgáfu af öskupokum sem þekktust í Hnífsdal og kannski víðar.
Lesa meiraÍ tilefni öskudagsins á morgun, miðvikudaginn 18. febrúar, eru til sýnis í Safnahúsinu gamlir öskupokar úr fórum Baldurs Bjarnarsonar frá Vigur (1918-1998). Pokana eignaðist hann þegar hann var við kennslu í Súðavík í kringum 1947 en þar héldu börnin upp á öskudaginn samkvæmt hefðinni með því að hengja öskupoka á fólk. Hefur þeim líklega þótt vænt um kennarann sinn því mikið var lagt í pokana sem hengdir voru á hann.
Lesa meiraLaugardaginn 14. febrúar n.k verður 2. hæð hússins lokuð vegna framkvæmda. Hægt verður að kíkja í blöðin og fá kaffisopa á 1. hæð sem verður opin eins og venjulega á laugardögum. Framkvæmdunum getur fylgt smávegis hávaði og biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda gestum hússins.
Lesa meiraEins og fram hefur komið í fréttum flæddi vatn inn í húsið síðasta sunnudag. Þrátt fyrir mikið vatnsmagn varð ekki mikið tjón á safnkosti og hægt að bjarga því sem blotnaði.
Lesa meiraLaugardaginn 14. febrúar kl. 13:30 verður sögustund fyrir pólskumælandi börn í Bókasafninu, sjá auglýsingu hér að neðan.
Lesa meiraLaugardaginn 7. febrúar n.k verður 2. hæð hússins lokuð vegna framkvæmda. Hægt verður að kíkja í blöðin og fá kaffisopa á 1. hæð sem verður opin eins og venjulega á laugardögum. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda gestum hússins.
Lesa meiraLaugardaginn 31. janúar kl. 13:30 verður lesið fyrir pólskumælandi börn í Bókasafninu, sjá auglýsingu hér að neðan.
Lesa meiraLjósmyndasafnið leitar nú að gömlum myndum af húsum í efri bænum á Ísafirði. Færst hefur í aukana að safnið fái fyrirspurnir þar sem óskað er eftir myndum og upplýsingum af húsum á þessu svæði en því miður er lítið til af myndum frá þeim tíma þegar þessi bæjarhluti var að byggjast upp.
Lesa meiraLaugardaginn 24. janúar kl 14:00 verður boðið upp á skemmtilega dagskrá á Bókasafninu.
Lesa meiraSenn líður að lokum sýningar Guðrúnar Guðmundsdóttur í Safnahúsinu. Hún sýnir ljósmyndir á göngum hússins en um er að ræða tíu landslagsmyndir.
Lesa meiraLaugardaginn 17. janúar kl. 13:30 verðir lesið fyrir börn á pólsku í Bókasafninu.
Lesa meiraÍ lok ársins 2014 fékk Ljósmyndasafnið Ísafirði afhent til varðveislu ljósmyndir úr fórum Þórunnar Gestsdóttur. Myndirnar eru frá þeim tíma sem Þórunn var búsett á Ísafirði en hún starfaði sem upplýsinga- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarkaupstaðar 1996, aðstoðarmaður bæjarstjóra Ísafjarðarkaupstaðar 1996–98 og var verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða 1998. Það var Halldór Halldórsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og fyrrv. bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sem afhenti myndirnar að ósk fjölskyldu Þórunnar en hún lést 5. september 2010.
Lesa meira