Fjör á jólaföstu

Það hefur verið líf og fjör í húsinu á jólaföstunni en við höfum verið að minnast gömlu jólanna í salnum þar sem Ómar Smári málaði heilan torfbæ - sjón er sögu ríkari!

Það hefur verið mikið um að vera í húsinu á jólaföstunni. Börnin í Grunnskólanum hafa heimsótt okkur síðastliðnar tvær vikur. Við opnuðum svo jólasýninguna með frábærum söng Kvennakórs Ísafjarðar og buðum upp á kaffi og lummur. Síðasta laugardag heimsótti HIK tríóið okkur og gladdi gesti með söng, þá var einnig boðið upp á lummur og kaffi að hætti gömlu jólanna en nýju jólin minntu líka á sig með hinu klassíska Egils malt og appelsín ásamt konfekti. Mörg barnanna sem höfðu komið í skólaheimsókn heiðruðu okkur með nærveru sinni þann dag og hjá þeim ríkti einlæg tilhlökkun jólanna.

Velja mynd