Lýsitexta vantar með mynd.

Öskudagspokar Baldurs í Vigur

Í tilefni öskudagsins á morgun, miðvikudaginn 18. febrúar, eru til sýnis í Safnahúsinu gamlir öskupokar úr fórum Baldurs Bjarnarsonar frá Vigur (1918-1998). Pokana eignaðist hann þegar hann var við kennslu í Súðavík í kringum 1947 en þar héldu börnin upp á öskudaginn samkvæmt hefðinni með því að hengja öskupoka á fólk. Hefur þeim líklega þótt vænt um kennarann sinn því mikið var lagt í pokana sem hengdir voru á hann.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Önnur hæð Safnahússins lokuð

Laugardaginn 14. febrúar n.k verður 2. hæð hússins lokuð vegna framkvæmda. Hægt verður að kíkja í blöðin og fá kaffisopa á 1. hæð sem verður opin eins og venjulega á laugardögum. Framkvæmdunum getur fylgt smávegis hávaði og biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda gestum hússins.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Flóð

Eins og fram hefur komið í fréttum flæddi vatn inn í húsið síðasta sunnudag. Þrátt fyrir mikið vatnsmagn varð ekki mikið tjón á safnkosti og hægt að bjarga því sem blotnaði.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Önnur hæð Safnahússins lokuð

Laugardaginn 7. febrúar n.k verður 2. hæð hússins lokuð vegna framkvæmda. Hægt verður að kíkja í blöðin og fá kaffisopa á 1. hæð sem verður opin eins og venjulega á laugardögum. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda gestum hússins.

Lesa meira