Lýsitexta vantar með mynd.

Öskudagspokar Baldurs í Vigur

Í tilefni öskudagsins á morgun, miðvikudaginn 18. febrúar, eru til sýnis í Safnahúsinu gamlir öskupokar úr fórum Baldurs Bjarnarsonar frá Vigur (1918-1998). Pokana eignaðist hann þegar hann var við kennslu í Súðavík í kringum 1947 en þar héldu börnin upp á öskudaginn samkvæmt hefðinni með því að hengja öskupoka á fólk. Hefur þeim líklega þótt vænt um kennarann sinn því mikið var lagt í pokana sem hengdir voru á hann.

Lesa meira