Ösku-steinar
Á dögunum voru okkur færðir þessir steinar að gjöf. Um er að ræða útgáfu af öskupokum sem þekktust í Hnífsdal og kannski víðar.
Á dögunum voru okkur færðir þessir steinar að gjöf. Um er að ræða útgáfu af öskupokum, það tíðkaðist í Hnífsdal um tíma að setja bandspotta utanum stein og hengja á fólk á sama hátt og gert var við öskupokana. Það skemmtilega í þessu er að í upphafi þessa siðar á öskudag munu konur hafa hengt poka með ösku á karlana en þeir aftur á móti reyndu að koma á þær steinum. Steinarnir fá nú að njóta sín með öskupokum Baldurs í Vigur.