Útgáfu nýrrar bókar fagnað

Vel var mætt í útgáfuhóf sem Sögufélag Ísfirðinga hélt laugardaginn 17. október til að fagna nýútkominni bók eftir Jón Pál Halldórsson er ber heitið Inndjúpið. Bæir og ábúendur í innanverðu Ísafjarðardjúpi.

Formaður félagsins, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagði frá bókinni og fyrri ritstörfum Jóns Páls en áður hafa komið út eftir hann bækurnar Frá línuveiðum til togveiða, Fiskvinnsla í 60 ár, Kaupmaðurinn á horninu og Flogið til Ísafjarðar. Auk þess hefur hann skrifað fjölda greina í tímarit og blöð, er fjalla um ýmsa þætti í sögu Ísafjarðar og nágrennis. Í útgáfuhófinu sagði Jón Páll frá ástæðum þess að hann skrifaði nýju bókina og notaði jafnframt tækifærið og þakkaði þeim sem höfðu aðstoðað hann við að afla upplýsinga og finna myndir. Bókin var til sölu á staðnum og voru margir sem nýttu tækifæri og fengu höfundinn til að árita bókina.

Velja mynd