Lýsitexta vantar með mynd.

Sýningarlok

Síðasti opnunardagur „Veggir úr sögu kvenna“, sýningar Kvenréttingafélags Íslands, verður laugardaginn 4. apríl. Húsið er opið kl. 13 - 16 og á þeim tíma verður fluttur einleikur um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Kallað eftir skjölum kvenna

Landsmenn fagna nú 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Af því tilefni efna Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin til þjóðarátaks um söfnun á skjölum kvenna og hvetja landsmenn til að afhenda þau á skjalasöfn. Bréf, dagbækur og önnur persónuleg gögn geta veitt innsýn inn í líf einstaklinga og fjölskyldna þeirra en einnig varpa þau ljósi á sögu lands og þjóðar.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Opnun á sýningu Kvenréttindafélags Íslands

Í gær var opnuð farandsýning Kvenréttindafélags Íslands sem er tileinkuð því að hundrað ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Af þessu tilefni var boðið upp á dagskrá í Safnahúsinu sem samanstóð af erindum og söng, auk þess sem kvenfélögin Hlíf og Hvöt buðu upp á veitingar.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

„Veggir úr sögu kvenna".

Mánudaginn 9. mars kl. 17 opnar sýningin „Veggir úr sögu kvenna". “ í Safnahúsinu á Ísafirði. Um er að ræða farandsýningu Kvenréttindafélags Íslands í tilefni þess að í ár eru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.

Lesa meira