Lýsitexta vantar með mynd.

Bókakynning: Utangarðs

Fimmtudaginn 8.október kl 17:00 kynnir Sigríður Hjördís Jörundsdóttir bókina „Utangarðs: ferðalag til fortíðar” sem kemur út í þessum mánuði. Bókina skrifaði Sigríður Hjördís ásamt Halldóru Kristinsdóttur og er viðfangsefnið einstaklingar á 19.öld sem af einhverjum ástæðum féllu ekki inn samfélag samtímans.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Minningar úr Húsmæðraskólanum Ósk

Í lok ágúst fengu skjalasafnið og ljósmyndasafnið afhent gögn sem höfðu verið í eigu Önnu Jónu Guðmundsdóttur en hún lést 23. janúar á þessu ári. Um er að ræða albúm og minningabók frá vetrinum 1951-1952 þegar Anna Jóna var í námi við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Það var bróðurdóttir hennar, Ingibjörg H. Harðardóttir, sem afhenti þessi skemmtilegu gögn sem segja í máli og myndum frá lífi námsmeyjanna í „Grautó“, eins og skólinn var oft kallaður.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Bókasafnsdagurinn 2015

Þriðjudaginn 8.september höldum við upp á bókasafnsdaginn, líkt og önnur íslensk bókasöfn. Það er Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, sem gengst fyrir þessum viðburði í samvinnu við bókasöfn landsins. Hjá okkur verður ýmislegt um að vera.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Bilun í símkerfi - viðgerð lokið!

Símkerfið í húsinu hefur verið í ólagi undanfarna daga en unnið er að viðgerð. Besta leiðin til að ná sambandi við söfnin er að hringja í 450-8220 en það númer tengist gsm símum hússins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lesa meira