Fimmtudaginn 8.október kl 17:00 kynnir Sigríður Hjördís Jörundsdóttir bókina „Utangarðs: ferðalag til fortíðar” sem kemur út í þessum mánuði. Bókina skrifaði Sigríður Hjördís ásamt Halldóru Kristinsdóttur og er viðfangsefnið einstaklingar á 19.öld sem af einhverjum ástæðum féllu ekki inn samfélag samtímans.
Lesa meira
Laugardaginn 26. september kl 14:00 hefst fyrsta bókaspjall haustsins á Bókasafninu. Um er að ræða fimmta bókaspjallið í þessari erindaröð. Sem áður er von á skemmtilegri dagskrá sem samanstendur af tveimur stuttum erindum.
Lesa meira
Í lok ágúst fengu skjalasafnið og ljósmyndasafnið afhent gögn sem höfðu verið í eigu Önnu Jónu Guðmundsdóttur en hún lést 23. janúar á þessu ári. Um er að ræða albúm og minningabók frá vetrinum 1951-1952 þegar Anna Jóna var í námi við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Það var bróðurdóttir hennar, Ingibjörg H. Harðardóttir, sem afhenti þessi skemmtilegu gögn sem segja í máli og myndum frá lífi námsmeyjanna í „Grautó“, eins og skólinn var oft kallaður.
Lesa meira
Nú líður að lokun sumarsýningar Safnahússins sem að þessu sinni sýndi úrval af íslenskum kvenbúningum.
Lesa meira
Miðvikudaginn 16. september kl. 9.30 verður þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í sal Listasafnsins í Safnahúsinu. Undirritunin er upphaf aðgerða sem bæta eiga læsi íslenskra ungmenna í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók um umbætur í menntun.
Lesa meira
Þriðjudaginn 8.september höldum við upp á bókasafnsdaginn, líkt og önnur íslensk bókasöfn. Það er Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, sem gengst fyrir þessum viðburði í samvinnu við bókasöfn landsins. Hjá okkur verður ýmislegt um að vera.
Lesa meira
Símkerfið í húsinu hefur verið í ólagi undanfarna daga en unnið er að viðgerð. Besta leiðin til að ná sambandi við söfnin er að hringja í 450-8220 en það númer tengist gsm símum hússins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira