Opnunartímar um jól og áramót í Safnahúsinu
Um jól og áramót verður Safnahúsið opið sem hér segir.
Lesa meiraUm jól og áramót verður Safnahúsið opið sem hér segir.
Lesa meiraJólasýning Safnahússins er á sínum stað á aðventunni þar sem sjónum er beint að ýmsum jólaóvættum og skrítum jólahefðum um víða veröld. Þar sem aðgangur að húsinu er takmarkaður vegna sóttvarnareglna þá þarf að hafa samband fyrirfram og panta tíma til að skoða sýninguna. Það er einfalt að hringja í síma 450 8220 og bóka heimsókn.
Lesa meiraÁ morgun laugardag 31. október taka gildi fjöldatakmarkanir sem miðast við 10 manns. Bókasafnið verður áfram opið en þjónustan verður aðallega varðandi útlán og skil.
Lesa meiraTil skjalanna er heiti hlaðvarps sem Þjóðskjalasafn Íslands byrjaði með nýlega. Það er aðgengilegt á stafrænum heimildavef Þjóðskjalasafnsins og á helstu dreifiveitum fyrir hlaðvörp.
Lesa meiraFjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum og Barðastrandarsýslum, á svæði sem er við málsmeðferð nefndarinnar auðkennt sem svæði 10B og 10C.
Lesa meiraFrá og með deginum í dag, 5. október 2020, takmarkast fjöldi í hverju rými við 20 manns. Bókasafnið er opið og opnunartími helst óbreyttur.
Lesa meiraNæsta mánudag 5. október verður safnið opið til kl. 21. Síðdegis sama dag opnar "Grúskarar í rökkrinu", árlegur bókamarkaður
Lesa meiraEdda B. Kristmundsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns Bókasafns Ísafjarðar og Guðfinna Hreiðarsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns Héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar. Söfnin eru rekin undir þaki Safnahússins á Eyrartúni á Ísafirði og heyrðu áður undir forstöðumann Safnahúss.
Lesa meiraFyrir skömmu barst Listasafni Ísafjarðar gjöf frá Bandaríkjunum en um er að ræða málverk af Ísafirði, málað af Jóni Hróbjartssyni 1931. Gefandi er Ole Osrunn, fæddur og uppalinn í New York. Hann erfði málverkið eftir föður sinn, Pál Ósrunn Guðmundssson, sem var fæddur á Ísafirði 1888 en flutti til Vesturheims 1919. Páll var sonur Guðmundar Pálssonar beykis (1850-1937) og Guðfinnu Rósinkransdóttur (1854-1923). Hann var elstur fjögurra systkina en þau voru: Ása fædd 1890, Sigríður fædd 1891, Kjartans Rósinkranz fæddur 1894. Uppeldissystir þeirra var María Sveinsdóttir fædd 1901.
Lesa meiraLaugardagurinn 5. september er síðasti opnunardagur sýningarinnar „Kortakallinn Smári“ í Safnahúsinu. Af því tilefni ætlar Ómar Smári Kristinsson, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2019, að efna til listamannaspjalls sama dag kl. 14.
Lesa meiraÍ nýjustu útgáfu Skjalafrétta Þjóðskjalasafns Íslands eru áréttuð nokkur atriði er varða varðveislu skjala og skráningu þeirra í skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila.
Lesa meiraNý viðmið vegna heimsfaraldursins tóku gildi í dag. Bókasafnið Ísafirði verður opið eins og vanalega - þ.e. kl. 12-18 virka daga, 13-16 á laugardögum – en við biðjum gesti okkar um að hafa í huga að halda tveggja metra fjarlægð og að sótthreinsa hendur þegar komið er í safnið.
Lesa meiraUndanfarin ár hefur Þjóðskjalasafn Íslands styrkt verkefni sem snúa að skönnun og miðlun valdra skjalaflokka á héraðsskjalasöfnum með áherslu á skjöl frá því fyrir 1930. Við síðustu styrkúthlutun fékk Skjalasafnið á Ísafirði styrk til að skanna elstu brunavirðingar Ísafjarðarkaupstaðar og annarra þéttbýliskjarna á norðanverðum Vestfjörðum.
Lesa meiraLíkt og undanfarin ár verður Bókasafnið Ísafirði með Sumarlestur fyrir börn þetta sumarið. Sumarlestur er fyrir grunnskólabörn sem eru að klára 1. - 6. bekk og stendur leikurinn yfir 2. júní – 15.ágúst.
Lesa meiraFrá og með deginum í dag, 4. maí, er Bókasafnið Ísafirði aftur opið almenningi. Fjöldi gesta er takmarkaður við 20 manns.
Lesa meiraÞað er að mörgu að hyggja á þessum tímum heimsfaraldurs COVID-19 og eitt af því er skjalavarsla og skjalastjórn þegar starfsfólk afhendingarskyldra aðila vinnur heima hjá sér. Á vef Þjóðskjalasafns Íslands eru stuttar leiðbeiningar um hverju þarf að huga að við skjalavörslu og skjalastjórn við heimavinnu.
Lesa meiraNú er hægt að skoða hluta af sýningu Ómars Smára Kristinssonar á veraldarvefnum þar sem finna má áhugavert og skemmtilegt myndband sem sýnir hvernig hann vinnur kortin sín.
Lesa meiraVegna hertra aðgerða og ráðlegginga frá landlækni getur Bókasafnið Ísafirði því miður ekki boðið upp á þá þjónustu að senda bækur heim, eins og við höfum verið að gera undanfarna viku.
Lesa meiraSkv. fyrirmælum yfirvalda loka almenningsrými safna frá þriðjudeginum 24. mars, þar á meðal Safnahúsið á Ísafirði þar sem bókasafn, skjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn eru til húsa. Lokunin varir um óákveðinn tíma eða þar til yfirvöld ákveða annað. Þjónusta safnanna leggst þó ekki niður heldur verður með breyttu sniði, eins og kemur fram hér fyrir neðan.
Lesa meiraEins og fram kemur á heimasíðunni Ísafjarðabæjar er söfnum lokað frá og með í dag 23. mars, á meðan á samkomubanni stendur.
Lesa meiraBókasafnið Ísafirði verður með óbreyttan opnunartíma, þ.e. kl. 12-18 virka daga, 13-16 á laugardögum, á meðan á samkomubanni stendur. Viðburðir munu þó falla niður.
Lesa meiraÓmar Smári Kristinsson, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, verður með sýnishorn af vestfirskum kortum í sal Listasafns Ísafjarðar.
Lesa meiraLaugardaginn 22. febrúar verður fyrsta Bókaspjallið á nýju ári.
Lesa meiraMiðvikudaginn 12. febrúar eru von á góðum gesti í Bókasafnið, en þá ætlar Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og myndskreytir að heimsækja Bókasafnið til að spjalla við börn og foreldra og vera með stuttan upplestur.
Lesa meiraFyrsta mánudag hvers mánaðar verður Bókasafnið opið lengur - til kl. 21. Við hvetjum bókaklúbba, handavinnuhópa, nemendur og aðra bæjarbúa til nýta þetta fallega húsnæði og sjá Safnahúsið í öðru ljósi. Fyrsti langi opnunartími verður mánudaginn 3. febrúar. Heitt á könnunni - verið velkomin!
Lesa meira