Lýsitexta vantar með mynd.

Jólin í Safnahúsinu

Jólasýning Safnahússins er á sínum stað á aðventunni þar sem sjónum er beint að ýmsum jólaóvættum og skrítum jólahefðum um víða veröld. Þar sem aðgangur að húsinu er takmarkaður vegna sóttvarnareglna þá þarf að hafa samband fyrirfram og panta tíma til að skoða sýninguna. Það er einfalt að hringja í síma 450 8220 og bóka heimsókn.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Nýir forstöðumenn í Safnahúsinu

Edda B. Kristmundsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns Bókasafns Ísafjarðar og Guðfinna Hreiðarsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns Héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar. Söfnin eru rekin undir þaki Safnahússins á Eyrartúni á Ísafirði og heyrðu áður undir forstöðumann Safnahúss.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Listasafninu berst gjöf frá Bandaríkjunum

Fyrir skömmu barst Listasafni Ísafjarðar gjöf frá Bandaríkjunum en um er að ræða málverk af Ísafirði, málað af Jóni Hróbjartssyni 1931. Gefandi er Ole Osrunn, fæddur og uppalinn í New York. Hann erfði málverkið eftir föður sinn, Pál Ósrunn Guðmundssson, sem var fæddur á Ísafirði 1888 en flutti til Vesturheims 1919. Páll var sonur Guðmundar Pálssonar beykis (1850-1937) og Guðfinnu Rósinkransdóttur (1854-1923). Hann var elstur fjögurra systkina en þau voru: Ása fædd 1890, Sigríður fædd 1891, Kjartans Rósinkranz fæddur 1894. Uppeldissystir þeirra var María Sveinsdóttir fædd 1901.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Bókasafnið er opið

Ný viðmið vegna heimsfaraldursins tóku gildi í dag. Bókasafnið Ísafirði verður opið eins og vanalega - þ.e. kl. 12-18 virka daga, 13-16 á laugardögum – en við biðjum gesti okkar um að hafa í huga að halda tveggja metra fjarlægð og að sótthreinsa hendur þegar komið er í safnið.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Elstu brunavirðingar Ísafjarðarkaupstaðar á vefinn

Undanfarin ár hefur Þjóðskjalasafn Íslands styrkt verkefni sem snúa að skönnun og miðlun valdra skjalaflokka á héraðsskjalasöfnum með áherslu á skjöl frá því fyrir 1930. Við síðustu styrkúthlutun fékk Skjalasafnið á Ísafirði styrk til að skanna elstu brunavirðingar Ísafjarðarkaupstaðar og annarra þéttbýliskjarna á norðanverðum Vestfjörðum.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sumarlestur 2020

Líkt og undanfarin ár verður Bókasafnið Ísafirði með Sumarlestur fyrir börn þetta sumarið. Sumarlestur er fyrir grunnskólabörn sem eru að klára 1. - 6. bekk og stendur leikurinn yfir 2. júní – 15.ágúst.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Skjalavarsla og skjalastjórn í heimavinnu

Það er að mörgu að hyggja á þessum tímum heimsfaraldurs COVID-19 og eitt af því er skjalavarsla og skjalastjórn þegar starfsfólk afhendingarskyldra aðila vinnur heima hjá sér. Á vef Þjóðskjalasafns Íslands eru stuttar leiðbeiningar um hverju þarf að huga að við skjalavörslu og skjalastjórn við heimavinnu.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Breytt þjónusta í samkomubanni

Skv. fyrirmælum yfirvalda loka almenningsrými safna frá þriðjudeginum 24. mars, þar á meðal Safnahúsið á Ísafirði þar sem bókasafn, skjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn eru til húsa. Lokunin varir um óákveðinn tíma eða þar til yfirvöld ákveða annað. Þjónusta safnanna leggst þó ekki niður heldur verður með breyttu sniði, eins og kemur fram hér fyrir neðan.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Lengri opnunartími

Fyrsta mánudag hvers mánaðar verður Bókasafnið opið lengur - til kl. 21. Við hvetjum bókaklúbba, handavinnuhópa, nemendur og aðra bæjarbúa til nýta þetta fallega húsnæði og sjá Safnahúsið í öðru ljósi. Fyrsti langi opnunartími verður mánudaginn 3. febrúar. Heitt á könnunni - verið velkomin!

Lesa meira