Lýsitexta vantar með mynd.

Bókaspjall

Næsta Bókaspjall verður laugardaginn 2. nóvember kl. 14:00 og að vanda verða tvö erindi í boði. Það er gaman frá því að segja, og skemmtileg tilviljun, að báðir gestir okkar tengjast Flateyri...

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Litið við hjá liðnum

Skjalasafnið býður upp á leiðsögn um Eyrarkirkjugarð á veturnóttum. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir rölta með þátttakendum um kirkjugarðinn og segja frá ýmsum einstaklingum sem þar hvíla.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sýningarlok "Tíðarandi í teikningum"

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Tíðarandi í teikningum. Sýningin byggir á frummyndum þekktra listamanna sem myndskreyttu námsbækur sem gefnar voru út af Ríkisútgáfu námsbóka og Námsgagnastofnun en myndirnar eru nú í eigu Menntamálastofnunar. Sjón er sögu ríkari en sumar þessara bóka voru kenndar í áratugi og náðu því til margra kynslóða nemenda. Siðasti opnunardagur er laugardagurinn 24. ágúst en sýningin er í sal Listasafnsins á 2. hæð.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Listamannaspjall á Bókasafninu Ísafirði

Föstudaginn 2. ágúst kl. 17 fer fram listamannaspjall með Enriquetu Vendrell sem dvelur um þessar mundir í gestavinnustofum ArtsIceland á Engi. Í kynningunni MY NORTH/ NORÐRIÐ MITT ætlar Enriqueta að segja frá verkum sínum þar sem hún veltir fyrir sér margslungin tengsl milli náttúru og fólks. Kynningin fer fram á ensku og verður í sýningarsal Safnahússins. Verið velkomin!

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Koma Þjóðverja – Tveir heimar

Í ár eru liðin 70 ár frá því að 314 þýskir landbúnaðarverkamenn komu til Íslands á vegum Búnaðarfélags Íslands og í tilefni af því standa Sendiráð Þýskalands á Íslandi, Goethe stofnun í Kaupmannahöfn og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO fyrir viðburðaröð með þýska rithöfundinum og blaðamaðanninum Anne Siegel.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sumarlestur 2019

Sumarfrí grunnskólabarna er nú handan við hornið. Nokkuð löng hefð er fyrir því að Bókasafnið bjóði upp á Sumarlestur fyrir börn og verður þessi skemmtilegi leikur auðvitað á sínum stað í sumar, 11.árið í röð. Sumarið tilvalinn tími til að njóta þess að lesa bækur, og um leið viðhalda færni í lestri, auka orðaforða, bæta stafsetningu og málfræði. Sumarlestur er fyrir grunnskólabörn í 1. - 6. bekk og stendur leikurinn yfir 27.maí – 17.ágúst.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Ísland í eina öld

Árið 2000 voru gefnar út nokkrar bækur/möppur með yfirskriftinni Ísland í eina öld. Einn þeirra staða sem teknir voru fyrir í ritröðinni var Ísafjörður og haldin var sýning í Gamla sjúkrahúsinu samhliða útgáfu bókarinnar. Bókin hefur verið illfáanleg í nokkur ár.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Safnadagurinn

Söfn um heim allan munu fagna Alþjóðlega safnadeginum laugardaginn 18. maí og dagana í kring. Þátttaka í Alþjóðlega safnadeginum fer vaxandi meðal safna um heim allan en á síðasta ári tóku yfir 40.000 söfn þátt í atburðinum í 158 löndum.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Síðustu sýningardagar

Síðustu forvöð að sjá "Gísli Súrsson - teiknimyndasaga". Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson eru að gera teiknimyndasögu sem þeir vinna upp úr Gísla sögu Súrssonar. Elfar Logi skrifar og Ómar Smári teiknar.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Listamannaspjall á Skírdag

Listasafnið verður opið á Skírdag kl. 14-16 en þá ætlar annar höfundur teiknimyndasögunnar um Gísla Súrsson að vera á staðnum og spjalla við gesti um tilurð sögunnar. Það verður heitt á könnunni en við vekjum athygli á því að önnur söfn hússins verða lokuð.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Hrefna Róbertsdóttir er nýr þjóðskjalavörður

Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar. Þjóðskjalasafn Íslands geymir stærsta safn frumheimilda um sögu og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á. Þjóðskjalasafn Íslands gegnir hlutverki sem framkvæmdaraðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar auk þess að vera opinbert skjalasafn.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sýningarlok

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur af Ströndum hefur undanfarið rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Í rannsóknum sínum fléttar Dagrún Ósk saman þjóðsögunum og nýrri hugmyndum um femínisma. Niðurstöður sínar setur hún fram á veggspjöldum, í samstarfi við listakonuna Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur sem teiknaði myndir fyrir sýninguna. Nú líður að lokum sýningarinnar í sal Listasafnsins, síðasti opnunardagur er laugardagurinn 2. mars

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Afhenti ljósmyndasafninu 150 stereóskópmyndir

Ljósmyndasafninu barst á dögunum góð gjöf frá Sigurði B. Jóhannessyni í Reykjavík, áður Hvammi í Hnífsdal. Um er að ræða 150 stereóskópmyndir ásamt kíki til að skoða þær. Koma myndirnar upphaflega frá hjónunum Þórði Jónssyni (1858-1914) og Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu (1866-1937) á Laugabóli í Ísafirði við Ísafjarðardjúp. Seinni maður Höllu, Gunnar Steinn Gunnarsson (1876-1959), afhenti myndirnar Steinunni Sigurðardóttur í Hvammi Hnífsdal, móður Sigurðar B. Jóhannessonar. Faðir hennar var Sigurður Gunnarsson, bróðir Gunnars Steins.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sýningarlok

Nú líður að lokum sýningar Listasafn Ísafjarðar á verkum Sigrid Valtingojer úr safneign Listasafns ASÍ. Sýðasti opnunardagur er fimmtudagurinn 31. janúar. Sýningin er opin á opnunartíma hússins, virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 13-16.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Skessur sem éta karla

Sýning opnar í sal Listasafnsins í Safnahúsinu laugardaginn 2. febrúar kl. 14:00. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur af Ströndum hefur undan farið rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Mannát birtist einkum í íslenskum tröllasögum, þar sem átök kynjanna leika stórt hlutverk.

Lesa meira