Sumarlestur 2019

Sumarfrí grunnskólabarna er nú handan við hornið. Nokkuð löng hefð er fyrir því að Bókasafnið bjóði upp á Sumarlestur fyrir börn og verður þessi skemmtilegi leikur auðvitað á sínum stað í sumar, 11.árið í röð. Sumarið tilvalinn tími til að njóta þess að lesa bækur, og um leið viðhalda færni í lestri, auka orðaforða, bæta stafsetningu og málfræði. Sumarlestur er fyrir grunnskólabörn í 1. - 6. bekk og stendur leikurinn yfir 27.maí – 17.ágúst.

Sumarfrí grunnskólabarna er nú handan við hornið. Nokkuð löng hefð er fyrir því að Bókasafnið bjóði upp á Sumarlestur fyrir börn og verður þessi skemmtilegi leikur auðvitað á sínum stað í sumar, 11.árið í röð. Sumarið tilvalinn tími til að njóta þess að lesa bækur, og um leið viðhalda færni í lestri, auka orðaforða, bæta stafsetningu og málfræði. Sumarlestur er fyrir grunnskólabörn í 1. - 6. bekk og stendur leikurinn yfir 27.maí – 17.ágúst.

Til að vera með mæta börnin á bókasafnið, skrá sig til leiks og fá lánaðar bækur. Við viljum hvetja foreldra til að taka þátt í þessu með okkur og koma með börnum sínum á bókasafnið til að aðstoða þau við að skrá sig og að velja lesefni. Það er mikilvægt að börnin finni bækur sem þeim finnast skemmtilegar og sem hæfa lestrargetu þeirra.

Þegar bók er skilað fer miði í lukkupottinn. Við ætlum að draga úr lukkupottinum fimm sinnum yfir sumarið, um eina bók í einu. Uppskeruhátíð Sumarlesturs verður haldin í lok sumars og þá verður dregið um fína bókavinninga. Allir sem hafa skráð sig í leikinn og skilað a.m.k. einni bók fá viðurkenningarskjal og lítinn glaðning.

Til að fá lánaðar bækur þarf að mæta með bókasafnskort. Við viljum biðja foreldra barna í 1.- 3. bekk sem fá sitt fyrsta skírteini að koma með börnunum. Fyrsta skírteini er ókeypis.

Vonumst til að sem flest börn taki þátt í Sumarlestrinum!

 

 

Velja mynd