Grúskarar í rökkrinu – bókamarkaður Bókasafnsins

Undanfarin ár hefur Bókasafnið verið með bókamarkað í tengslum við bæjarhátíðina Veturnætur og í ár verður engin breyting á því. „Grúskarar í rökkrinu“, bókamarkaðurinn vinsæli, verður á sínum stað.

Undanfarin ár hefur Bókasafnið verið með bókamarkað í tengslum við bæjarhátíðina Veturnætur og í ár verður engin breyting á því. „Grúskarar í rökkrinu“, bókamarkaðurinn vinsæli, verður á sínum stað. Við munum taka forskot á sæluna og opna bókamarkaðinn um leið og við tökum úr lás miðvikudaginn 23. október kl. 12. Hann stendur uppi til og með fimmtudagsins 31. október.

Bókamarkaðurinn verður eins og áður staðsettur í salnum á 2. hæð og verður hann opinn á opnunartímum hússins, þ.e. virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 13-16.

Í boði verður fjölbreytt úrval af grisjuðum og glænýjum bókum af ýmsu tagi. Þar verða skáldsögur, ævisögur, fræðibækur, handbækur og fleira – margt sem bókagrúskara ættu að kunna að meta! Verð er stillt í hóf og hægt að gera mjög góð kaup.

Verið velkomin.    

Velja mynd