Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur af Ströndum hefur undanfarið rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Í rannsóknum sínum fléttar Dagrún Ósk saman þjóðsögunum og nýrri hugmyndum um femínisma. Niðurstöður sínar setur hún fram á veggspjöldum, í samstarfi við listakonuna Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur sem teiknaði myndir fyrir sýninguna. Nú líður að lokum sýningarinnar í sal Listasafnsins, síðasti opnunardagur er laugardagurinn 2. mars
Lesa meira
Ljósmyndasafninu barst á dögunum góð gjöf frá Sigurði B. Jóhannessyni í Reykjavík, áður Hvammi í Hnífsdal. Um er að ræða 150 stereóskópmyndir ásamt kíki til að skoða þær. Koma myndirnar upphaflega frá hjónunum Þórði Jónssyni (1858-1914) og Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu (1866-1937) á Laugabóli í Ísafirði við Ísafjarðardjúp. Seinni maður Höllu, Gunnar Steinn Gunnarsson (1876-1959), afhenti myndirnar Steinunni Sigurðardóttur í Hvammi Hnífsdal, móður Sigurðar B. Jóhannessonar. Faðir hennar var Sigurður Gunnarsson, bróðir Gunnars Steins.
Lesa meira
Föstudaginn 15. febrúar bjóðum við upp á föndur fyrir börn á milli kl. 16 og 18.
Lesa meira
Fyrsta Bókaspjallið á þessu ári verður laugardaginn 16. febrúar kl. 14:00 og verða að vanda tvö erindi á dagskrá.
Lesa meira
Náttfatapúkar, athugið! Laugardaginn 9. febrúar kl. 13:30 bjóðum við upp á þorraslökun á Bókasafninu: lesum sögur...
Lesa meira
Vefsýningin Æskan á millistríðsárunum hefur verið opnuð á www.sarpur.is. Sýningunni er ætlað að vekja athygli á því sem Sarpur hefur upp á að bjóða, þ.e. fjölbreyttan safnkost fjölmargra ólíkra og skemmtilegra safna.
Lesa meira