Laugardaginn 30. mars kl. 14 verður opnuð ný sýning í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu. Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson eru að gera teiknimyndasögu sem þeir vinna upp úr Gísla sögu Súrssonar.
Lesa meira Á morgun, þriðjudaginn 26. mars kl. 11-12 verður foreldramorgunn í Bókasafninu og er markhópurinn foreldrar í fæðingarorlofi. Safnið verður aðeins opið fyrir þessa gesti á þessum tíma.
Lesa meira Fimmtudaginn 28. mars er aldeilis von á góðum gesti í Bókasafnið Ísafirði, en þá mætir til leiks barnabókahöfundurinn vinsæli Gunnar Helgason.
Lesa meira Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar. Þjóðskjalasafn Íslands geymir stærsta safn frumheimilda um sögu og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á. Þjóðskjalasafn Íslands gegnir hlutverki sem framkvæmdaraðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar auk þess að vera opinbert skjalasafn.
Lesa meira Laugardaginn 23. mars verður Hallgrímur Helgason gestur Bókasafnsins og mun hann segja frá og lesa upp úr skáldsögu sinni Sextíu kíló af sólskini, sem kom út á síðasta ári.
Lesa meira Laugardaginn 9. mars kl. 13:30-14 verður vorleg sögustund fyrir börn í Bókasafninu. Það verða lesnar sögur og föndrað, fyrir þá sem vilja.
Lesa meira