Norræni skjaladagurinn er árlegur kynningardagur skjalasafnanna á Norðurlöndunum. „Hreinlæti“ er þema norræna skjaladagsins 13. nóvember árið 2022. Vatnsveita Ísfirðinga og taugaveikin Allt fram á 20. öld var neysluvatn Ísfirðinga vart hæft til manneldis…
Lesa meira Veturnætur 2022 fara fram dagana 16.– 23. október. Að vanda er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira Rannveig Jónsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður Listasafns Ísafjarðar. Rannveig lauk námi frá sjónlistardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur (2014), BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö (2019) þar sem hún hlaut styrk Edstrandska Foundation fyrir útskriftarverkefni sitt. Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.
Lesa meira Lokað verður á Skjalasafni og Ljósmyndasafni dagana 29. ágúst til 5. september vegna þátttöku starfsmanna í Norrænum skjaladögum í Stokkhólmi. Söfnin verða opin til afgreiðslu skv. auglýstum opnunartíma frá mánudeginum 5. september.
Lesa meira Föstudaginn 19. ágúst klukkan 16:30 opnar Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður sýninguna Annað sjónarhorn á Listasafni Ísafjarðar í Safnahúsinu.
Á sýningunni eru málverk á striga, tréplötur og pappír þar sem viðfangsefnið er landslag á Suðurlandi og aðrir áfangastaðir. Ferðir manneskjunnar skapa áhugaverðar tengingar. Áferð, rými og saga, persónuleg og almenn spila inn í upplifun verkanna.
Lesa meira Í tilefni af 60 ára starfsafmæli bresku rokkhljómsveitarinnar The Rolling Stones hefur verið sett upp sýning í Safnahúsinu á Ísafirði með munum og minjum sem tengjast 60 ára ferli hljómsveitarinnar ásamt upptökum og viðtölum í tengslum við komu Mick Jagger, söngvara hljómsveitarinnar, til Ísafjarðar um verslunarmannahelgi 1999. Að sýningunni standa nokkrir valinkunnir Stónsarar með iðnaðarmennina Guðmund Grétar Níelsson, Flosa Kristjánsson og Guðmund Óla Kristinsson í fararbroddi. Þeim til aðstoðar hafa komið að uppsetningu sýningarinnar tónlistarmennirnir Kristinn Níelsson, Kristján Þór Bjarnason og Sigurður Pétursson sagnfræðingur, auk fleiri velunnara.
Lesa meira Fyrir breytingar á eignarhaldi Íslandsbanka á síðasta ári var ákveðið á hluthafafundi að 203 listaverk í eigu bankans yrðu þjóðareign og afhent völdum söfnum um allt land. Meðal verkanna eru þjóðargersemar sem talið var mikilvægt að yrðu varðveitt til frambúðar hjá Listasafni Íslands en jafnframt horft til þess að fleiri söfn fengju notið þessarar gjafar.
Lesa meira Á komandi sumri opnar fjölmennasta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á Íslandi. Sýningin ber heitið Nr4 Umhverfing og er hún sú fjórða í röðinni sem Akademía skynjunarinnar stendur fyrir, en áður hefur hún staðið fyrir sýningum á Sauðárkróki (2017), Fljótsdalshéraði (2018) og á Snæfellsnesi (2019). Auglýst var eftir þátttöku myndlistarmanna sem starfa í eða eiga rætur að rekja til þess landshluta sem er undir í hvert skipti. Ráðgert er að sýningin opni formlega 2. júlí 2022.
Lesa meira Skjalasafnið fékk nú nýverið merkilega gjöf frá Gísla Jóni Hjaltasyni á Ísafirði en um er að ræða fágæta 10 króna vöruávísun frá verslun Árna Sveinssonar á Ísafirði.
Lesa meira Bókasafnið Ísafirði og Fjölmenningarsetur bjóða íbúum af erlendum uppruna í kynningarfund um skattamál.
Lesa meira Á komandi hausti mun sendiráð Svíþjóðar standa fyrir sýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi til að minnast þess að árið 2022 eru 250 ár liðin frá einum fyrsta erlenda vísindaleiðangrinum til Íslands árið 1772. Gert er ráð fyrir að sýningin verði sett upp víða um land, fyrsti sýningarstaður er Hafnarborg í Hafnarfirði 29. ágúst til 7. október. Á Ísafirði verður sýningin sett upp í Safnahúsinu sumarið 2023 og mun standa frá 19. ágúst til 9. september.
Lesa meira Í sal Safnahússins stendur nú yfir sýning Berglindar Birgisdóttur á nafna- og skírnarkjólum unnum upp úr gömlum textíl, svo sem gömlum kaffidúkum, sængurverum og gardínum. Kjólarnir eru settir í áhugavert samhengi við íslensk mannanöfn, fyrr og nú.
Lesa meira Ákveðið hefur verið að taka upp árgjöld af bókasafnsskírteinum árið 2022, gjaldið er 2.000 kr. Skírteini barna (0-18 ára), eldri borgara (67 ára og eldri) og öryrkja eru hins vegar án endurgjalds.
Þá hækkar gjald vegna millisafnalána úr 700 kr. í 1.000 kr. vegna kostnaðar við þjónustuna en gjald vegna bókapantana, sem var 200 kr., fellur niður.
Lesa meira