Annað sjónarhorn / A different view
Föstudaginn 19. ágúst klukkan 16:30 opnar Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður sýninguna Annað sjónarhorn á Listasafni Ísafjarðar í Safnahúsinu. Á sýningunni eru málverk á striga, tréplötur og pappír þar sem viðfangsefnið er landslag á Suðurlandi og aðrir áfangastaðir. Ferðir manneskjunnar skapa áhugaverðar tengingar. Áferð, rými og saga, persónuleg og almenn spila inn í upplifun verkanna.
Lesa meira