Solander 250: Bréf frá Íslandi
Á komandi hausti mun sendiráð Svíþjóðar standa fyrir sýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi til að minnast þess að árið 2022 eru 250 ár liðin frá einum fyrsta erlenda vísindaleiðangrinum til Íslands árið 1772. Gert er ráð fyrir að sýningin verði sett upp víða um land, fyrsti sýningarstaður er Hafnarborg í Hafnarfirði 29. ágúst til 7. október. Á Ísafirði verður sýningin sett upp í Safnahúsinu sumarið 2023 og mun standa frá 19. ágúst til 9. september.
Lesa meira