Tímabundin lokun hjá Skjalasafni og Ljósmyndasafni

Lokað verður á Skjalasafni og Ljósmyndasafni dagana 29. ágúst til 5. september vegna þátttöku starfsmanna í Norrænum skjaladögum í Stokkhólmi. Söfnin verða opin til afgreiðslu skv. auglýstum opnunartíma frá mánudeginum 5. september.

Ráðstefnan Norrænir skjaladagar fer fram dagana 1. – 2. september nk. í Stokkhólmi. Um 400 þátttakendur sitja ráðstefnuna, en þar af eru um 30 þátttakendur frá Íslandi. Norrænir skjaladagar eru einn meginvettvangur norrænna skjalasafna og samstarfs norrænna þjóðskjalasafna í skjalavörslu og skjalastjórn. Ráðstefnan byggir á langri hefð og hefur verið haldin að jafnaði þriðja hvert ár frá 1935. Þetta er í 26. skipti sem hún fer fram og að þessu sinni bæði staðbundið og í gegnum vefinn. Þema ráðstefnunnar í ár er „Skjalasöfn og samfélagið“.

Velja mynd