Lýsitexta vantar með mynd.

Norræni skjaladagurinn 8. nóvember

„mjer þikir heldur sárt að vita þig verða eptir þegar við ætlum að halda hóp …“ er yfirskrift sýningar sem Skjalasafnið Ísafirði verður með í tilefni af norræna skjaladeginum laugardaginn 8. nóvember. Sýnd verða skjöl og myndir tengdar Vesturförum, sem eru þema skjaladagsins að þessu sinni.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Bangsadagurinn 2014

Allt frá árinu 1998 höfum við haldið upp á samnorræna Bangsadaginn sem er 27. október. Á mánudag verðurm við með dagskrá sem hefst kl. 16:00 með bangsasögustund og síðan verður sungið og spilað fyrir börnin.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Listamannaspjall og upplestur

Síðasti opnunardagur "Umhverfis djúpan fjörð" er laugardagurinn 11. október. Listamennirnir Guðbjörg Lind og Hjörtur verða á sýningunni frá kl. 14 og efna til listamannaspjalls auk þess sem Hjörtur les úr nýútkominni ljóðabók sinni.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Varðveitum vestfirska húsasögu

Fyrir skemmstu fékk Skjalasafnið skjalaafhendingu sem innihélt m.a. kaupsamninga, afsöl, iðgjöld o.fl. vegna Sundstrætis 25a á Ísafirði. Elsta skjalið er kaupsamningur frá 1858 auk fleiri kaupsamninga frá 19. öldinni sem gefa góðar upplýsingar um eigendasögu hússins, sem er með þeim elstu á Ísafirði.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafnsins

Miðvikudaginn 27. ágúst verður haldin uppskeruhátíð sumarlesturs barna. Allir sem tóku þátt og mæta á uppskeruhátíðina fá viðurkenningaskjal og glaðning. Nöfn átta þátttakenda verða dregin úr lukkupottinum og eru bækur í verðlaun. Við hvetjum alla sem hafa verið með í sumarlestrinum að mæta á uppskeruhátíðina sem hefst kl 16:00.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Umhverfis djúpan fjörð

Föstudaginn 22. ágúst klukkan 16 opna Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Hjörtur Marteinsson sýninguna Umhverfis djúpan fjörð í Listasafni Ísafjarðar í Gamla sjúkrahúsinu. Á sýningunni leiða þau sýningargesti í ferðalag um kunnar jafnt sem ókunnar slóðir. Viðfangsefni sýningarinnar er landið og breytilegar birtingarmyndir þess annars vegar að degi til og hins vegar að nóttu.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Heimsóknir

Laugardaginn síðasta heimsóttu fjölmargir farþegar skemmtiferðaskipa húsið. Tvö skip voru í höfn og komu alls 193 farþegar til okkar og hlýddu á sönginn hennar Katarinu.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Listaverkagjöf

Þann 25. júlí s.l. barst Listasafninu góð gjöf. Um er að ræða málvek eftir Ragnar Pál af húsinu Silfurgata 8 á Ísafirði. Gjöfin er til minningar um Hrefnu Reginu Kristjánsdóttur Fraser.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sumarlestur Bókasafnsins

Stutt er í sumarfrí í grunnskólum landsins og er sumarið góður tími til að njóta þess að lesa bækur. Sumarlestur fyrir börn er lestrarátak ætlað börnum á grunnskólaaldri og þá sérstaklega þeim sem er 12 ára og yngr

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sýning á útsaumsverkum Jóns Þórs

Laugardaginn 24. maí kl. 13.30 opnar sýning á útsaumsmyndum Jóns Þórs Jónssonar í Safnahúsinu. Jón þór fæddist á Ísafirði 1942, sonur hjónanna Helgu Engilbertsdóttur og Jóns B. Jónssonar skipstjóra. Hann ólst upp á Ísafirði en flutti suður til Reykjavíkur árið 1961.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Ísafjarðarhilla í bókasafni Kaufering

Starfsfólk Bókasafnins fór nýverið í kynnisferð til Kaufering, sem er 10.000 manna sveitarfélag vestur af München-borg í Bæjaralandi. Kaufering er jafnframt nýjasti vinabær Ísafjarðarbæjar. Í bænum er nær splunkunýtt almenningsbókasafn og vorum við mjög forvitnar að skoða húsnæðið og kynna okkur starfsemina.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Gamalt bréf fannst á milli þilja í Norska bakaríinu

Í gömlum húsum getur ýmislegt leynst á milli þilja og reyndist það raunin í Silfurgötu 5, Norska bakaríinu öðru nafni, þar sem unnið hefur verið að undanförnu að endurbótum. Er ætlun núverandi eiganda, Gistingar ehf., að innrétta húsið sem gistiheimili en að utanverðu verður það gert upp samkvæmt tillögum Húsafriðunarnefndar og skal vera sem næst upprunalegu útliti. Ýmislegt smádót hefur fundist þar inni í veggjum auk bréfs frá tveimur mönnum sem unnu að því að innrétta íbúð á efri hæð hússins á vormánuðum 1927.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Saga Harðar afhent skjalasafninu

Skjalasafninu á Ísafirði var fyrir skömmu afhent saga knattspyrnufélagsins Harðar á síðustu öld. Hörður var stofnað árið 1919, en í safninu er að finna allar fundarbækur félagsins, fjöldi mynda og myndaalbúma og allar þær skýrslur og skjöl sem ritaðar hafa verið í sögu félagsins. „Nú eru þessi skjöl tilbúin til þess að skrást inn í kerfi skjalasafnsins og hver sem er getur því haft greiðan aðgang að þessari sögu hér eftir,“ segir Hermann Níelsson formaður Harðar.

Lesa meira