Veturnætur á Bókasafninu

Nú nálgast bæjarhátíðin Veturnætur og munum við ekki láta okkar eftir liggja hér á bókasafninu. Að þessu sinni verður tvennt á dagskrá.

Nú nálgast bæjarhátíðin Veturnætur og munum við ekki láta okkar eftir liggja hér á bókasafninu. Að þessu sinni verður tvennt á dagskrá.

Fimmtudagur 23. október. Við opnum markað fyrir notaðar bækur í salnum í Safnahúsinu. Í boði verða skáldsögur sem fræðibækur, matreiðslubækur, myndlistabækur, tímarit og ýmislegt fleira. Í „dularfulla horninu“ kennir ýmissa grasa! Og allt á gjafverði! Bókamarkaðurinn verður opinn til og með laugardagsins 1. nóvember.

Laugardagur 25. október. Á löngum laugardegi, þegar búðir í miðbæ Ísafjarðar verða almennt opnar til kl 16 munum við bjóða fólki á röltinu upp á „Pop-up“ ljóðalestur frá kl. 13:30 til 15:30. Höfum fengið til liðs við okkur nokkur ungmenni til að framkvæma þennan gjörning og ekki gott að segja hvar þau muni birtast og hvenær!

Fögnum saman Veturnóttum og verið hjartanlega velkomin á Bókasafnið!

Velja mynd