Ísafjarðarhilla í bókasafni Kaufering
Starfsfólk Bókasafnins fór nýverið í kynnisferð til Kaufering, sem er 10.000 manna sveitarfélag vestur af München-borg í Bæjaralandi. Kaufering er jafnframt nýjasti vinabær Ísafjarðarbæjar. Í bænum er nær splunkunýtt almenningsbókasafn og vorum við mjög forvitnar að skoða húsnæðið og kynna okkur starfsemina.
Starfsfólk Bókasafnsins fór nýverið í kynnisferð til Kaufering, sem er 10.000 manna sveitarfélag vestur af München-borg í Bæjaralandi. Kaufering er jafnframt nýjasti vinabær Ísafjarðarbæjar. Í bænum er nær splunkunýtt almenningsbókasafn og vorum við mjög forvitnar að skoða húsnæðið og kynna okkur starfsemina. Heimsóknin var mjög fræðandi og í alla staði vel þess virði. Einnig vakti hún töluverðan áhuga á svæðinu sem okkur þótti mjög gaman.
Til þess að færa bæverskum kollegum okkar þakkir og um leið minna á vinabæinn í norðri færðum við þeim bæklinga og nokkrar bækur að gjöf. Stuttu eftir heimkomuna fengum við senda mynd af nýju „Ísafjarðarhillunni“ í bókasafninu sem geymir þetta ísfirska og vestfirska efni. Urðum að sjálfsögðu mjög stoltar!