Bókasafnsdagurinn 2014

Nk mánudag 8.september verður hinn árlegi bókasafnsdagur haldinn hátíðlegur á bókasöfnum landsins. Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða,  gengst fyrir þessum viðburði í samvinnu við bókasöfn landsins.

Á Bókasafninu Ísafirði verður ýmislegt um að vera.

 

 

 

 

 

Dagskrá:

Létt spjall - hefst kl. 16.30:

  •   Uppáhaldsbækurnar mínar: Svanhildur Þórðardóttir, bókanörd.
  •   Tilkynnt um vinningshafa í leiknum Sumarlestur fyrir fullorðna. 
  •   Bækur með súkkulaðiídýfu (Vangaveltur um hönnun og umbrot bóka):   Nína Ivanova, grafískur hönnuður.


Allan daginn:

  •   Hver er þín uppáhalds sögupersóna?
  •   2 fríar DVD kvikmyndir á lánþega.
  •   Sektarlaus dagur.
  •   Ella „okkar“ (Elín Magnfreðsdóttir) veitir einstaklingsleiðsögn um safnið.
  •   Forvitnilegar bókakápur.
  •    „Leynibækur“.
  •   Bókamerki dagsins.
  •   Kaffi og konfekt.

Opið kl 13-18.  Verið velkomin,  hlökkum til að sjá ykkur!

Velja mynd