Listamannaspjall og upplestur

Síðasti opnunardagur "Umhverfis djúpan fjörð" er laugardagurinn 11. október. Listamennirnir Guðbjörg Lind og Hjörtur verða á sýningunni frá kl. 14 og efna til listamannaspjalls auk þess sem Hjörtur les úr nýútkominni ljóðabók sinni.

Laugardagurinn 11. október er síðasti opnunardagur "Umhverfis djúpan fjörð" í sal Listasafnsins. Listamennirnir ætla af því tilefni að efna til listamannaspjalls auk þess sem Hjörtur Marteinsson mun lesa úr ljóðabók sinni Alzheimertilbrigðin.  Hann hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á dögunum fyrir bókina. Dagskráin hefst kl. 14 og eru allir hjartanlega velkomnir, við ætlum að bjóða gestum upp á kaffi og konfekt í tilefni dagsins. Minnum á að húsið er opið kl. 13-16 á laugardögum.

Velja mynd