Lýsitexta vantar með mynd.

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafnsins

Miðvikudaginn 27. ágúst verður haldin uppskeruhátíð sumarlesturs barna. Allir sem tóku þátt og mæta á uppskeruhátíðina fá viðurkenningaskjal og glaðning. Nöfn átta þátttakenda verða dregin úr lukkupottinum og eru bækur í verðlaun. Við hvetjum alla sem hafa verið með í sumarlestrinum að mæta á uppskeruhátíðina sem hefst kl 16:00.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Umhverfis djúpan fjörð

Föstudaginn 22. ágúst klukkan 16 opna Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Hjörtur Marteinsson sýninguna Umhverfis djúpan fjörð í Listasafni Ísafjarðar í Gamla sjúkrahúsinu. Á sýningunni leiða þau sýningargesti í ferðalag um kunnar jafnt sem ókunnar slóðir. Viðfangsefni sýningarinnar er landið og breytilegar birtingarmyndir þess annars vegar að degi til og hins vegar að nóttu.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Heimsóknir

Laugardaginn síðasta heimsóttu fjölmargir farþegar skemmtiferðaskipa húsið. Tvö skip voru í höfn og komu alls 193 farþegar til okkar og hlýddu á sönginn hennar Katarinu.

Lesa meira