Norræna bókasafnavikan með Tove Jansson
Þessa viku stendur yfir hin árlega Norræna bókasafnavika sem er jafnframt sú átjánda í röðinni. Markmiðið er að vekja athygli á munnlegri sagnahefð Norðurlandanna, með því að lesa upphátt og hlusta á sögur í rökkrinu.
Þessa viku stendur yfir hin árlega Norræna bókasafnavika sem er jafnframt sú átjánda í röðinni. Markmiðið er að vekja athygli á munnlegri sagnahefð Norðurlandanna, með því að lesa upphátt og hlusta á sögur í rökkrinu. Hér á Bókasafninu Ísafirði ætlum við að nota Norrænu bókasafnsvikuna til að minnast rithöfundarins og listakonunnar Tove Jansson, sem fæddist fyrir 100 árum.
Miðvikudaginn 12. nóvember kl 17:00 bjóðum bæjarbúum að eiga með okkur notalegt síðdegi og njóta kaffiveitinga. Á dagskrá verða tvö atriði. Fyrst verður fjallað um Tove, ævi og störf og að því loknu munum við slökkva ljósin og hlýða á upplestur við kertaljós. Lesinn verður kafli úr bók eftir Tove.
Laugardaginn 15. nóvember kl 15:00 verður Múmín-sögustund fyrir börn í barnadeildinni.
Við verðum einnig með sýningu á ýmsu sem tengist Tove.
Allir velkomnir.