Sumarlestur Bókasafnsins
Stutt er í sumarfrí í grunnskólum landsins og er sumarið góður tími til að njóta þess að lesa bækur. Sumarlestur fyrir börn er lestrarátak ætlað börnum á grunnskólaaldri og þá sérstaklega þeim sem er 12 ára og yngr
Stutt er í sumarfrí í grunnskólum landsins og er sumarið góður tími til að njóta þess að lesa bækur. Sumarlestur fyrir börn er lestrarátak ætlað börnum á grunnskólaaldri og þá sérstaklega þeim sem er 12 ára og yngri. Á bókasafninu eru skemmtilegar og spennandi bækur til að lesa í sumarfríinu en sumarlestri er ætlað að viðhalda færni í lestri og auka lesskilning og orðaforða.
Sumarlesturinn verður nú í boði í 8.sinn. Til að vera með þarf að mæta á bókasafnið, skrá sig til leiks og fá lánaðar bækur. Best er að foreldrar fylgi yngri börnum og hjálpi þeim að velja bækur sem hæfa lestrargetu þeirra. Bókalistar liggja frammi til að auðvelda valið. Þegar bók er skilað fer miði í lukkupottinn og úr honum verða dregnir nokkrir vinningar á uppskeruhátíð í lok sumars. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og lítinn glaðning.
Til að kynna sumarlesturinn var ákveðið að bjóða bekkjum grunnskólanna í heimsókn og þegar hafa nokkrir bekkir nýtt sér þetta, eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Sumarlesturinn hefst 2. júní og stendur til 23. ágúst.