Sumarlestur fyrir fullorðna
Margir kannast við "Sumarlestur fyrir börn" sem er lestrarátak og jafnframt skemmtilegur leikur sem hefur verið í boði hér hvert sumar undanfarin sjö ár.
Margir kannast við "Sumarlestur fyrir börn" sem er lestrarátak og jafnframt skemmtilegur leikur sem hefur verið í boði hér hvert sumar undanfarin sjö ár. Síðastliðið sumar var ákveðið að taka upp þá nýbreytni að vera með „Sumarlestur fyrir fullorðna“. Undirtektir voru góðar og því langar okkur að bjóða upp á þennan létta leik í sumar líka. Fyrirkomulagið verður óbreytt. Koma þarf á bókasafnið til að fá lánaðar bækur. Muna að hafa bókasafnsskírteini meðferðis. Þegar bókunum er skilað er settur miði í pottinn fyrir hverja lesna bók. Gjaldgengar í leikinn eru skáldsögur og ævisögur, sama á hvað tungumáli. Hljóðbækur teljast líka með.
Dregið verður úr pottinum í lok sumars og verður það tilkynnt er nær dregur. Kiljur í boði fyrir heppna þátttakendur.
Sumarlestur fyrir fullorðna hefst 2. júní og stendur til 23. ágúst.