Sviðslistahópur LÚR sýnir verk í bókasafninu

Næstkomandi laugardag 14. júní mun hópur á vegum LÚR mæta á Bókasafnið til að sýna sviðslistaverk. Hefst verkið kl. 14:00 og er áætlað að sýningin standi yfir í um hálfa klukkustund. Allir velkomnir. Bókasafnið verður opið kl 13-16. Heitt á könnunni.

Næstkomandi laugardag 14. júní mun hópur á vegum LÚR mæta á Bókasafnið til að sýna sviðslistaverk. Hefst verkið kl. 14:00 og er áætlað að sýningin standi yfir í um hálfa klukkustund. Allir velkomnir. Bókasafnið verður opið kl 13-16. Heitt á könnunni.

LÚR Festival fer fram dagana 12.-15. júní á Ísafirði og er listahátíð ungs fólks á aldrinum 16-26 ára. Á bak við framtakið er hópur ungmenna sem hafa unnið við undirbúning hátíðarinnar í Menningarmiðstöðinni Edinborg í vetur. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir ungt vestfirskt listafólk til að koma fram og kynnast öðrum listamönnum. Auk vestfirsks listafólks eru hingað mætt ungmenni frá Svíþjóð, Ítalíu, Noregi, Rúmeníu og Ungverjalandi.

Dagskráin er mjög fjölbreytt. Unnið er í smiðjum og haldnar sýningar til að kynna afraksturinn. Boðið verður upp á tískusýningu á „vintage“ fötum og haldinn flóamarkaður á Silfurtorgi og margt fleira skemmtilegt.  Frekari upplýsingar um hátíðina má nálgast á vefsíðu LÚR.  

Velja mynd