
Bókaspjall og sauðaþjófnaður:13. des. kl 14:00
N.k. laugardag 13. desember ætlum við að gera aðra tilraun til að bjóða upp á létta og skemmtileg dagskrá, "Bókaspjall og sauðaþjófnaður".
N.k. laugardag 13. desember ætlum við að gera aðra tilraun til að bjóða upp á létta og skemmtileg dagskrá sem við köllum "Bókaspjall og sauðaþjófnaður". Vegna mikillar ófærðar var ákveðið að aflýsa dagskránni í gær 10. desember.
Aðalbjörg Sigurðardóttir segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum.
Finnbogi Hermannsson fjallar um og les upp úr nýjustu bók sinni, Illur fengur, sem er glæpasaga, söguleg skáldsaga sem gerist við Breiðafjörð á öndverðri 20. öld.
Dagskráin hefst 14:00.Verið velkomin.
Heitt á könnunni.