![](/datab_myndir/gummifjallganga.jpg)
Dagbjört Ásgeirsdóttir með sögustund fyrir börn
Miðvikudaginn 10. desember kemur Dagbjört Ásgeirsdóttir barnabókahöfundur og leikskólakennari í heimsókn á Bókasafnið til að lesa upp úr bók sinni Gummi fer í fjallgöngu, sem er nýkomin út.
Miðvikudaginn 10. desember kemur Dagbjört Ásgeirsdóttir barnabókahöfundur og leikskólakennari í heimsókn á Bókasafnið til að lesa upp úr bók sinni Gummi fer í fjallgöngu, sem er nýkomin út. Þetta er fjórða bókin í röðinni um þá félaga Gumma og Rebba.
Bækurnar um Gumma og Rebba hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá lesendum sem gagnrýnendum og henta vel fyrir börn allt frá 2 til 10 ára og. Sögurnar þykja henta vel þegar unnið er með málskilning og orðaforða, hvort sem er í skólanum eða heima.
Sögustundin hefst kl. 17 og verður í barnadeildinni. Hvetjum alla krakka til að mæta. Foreldrar þeirra eru auðvitað einnig velkomnir.