
Bókaspjall og sauðaþjófnaður - dagskrá frestast
Af óviðráðanlegum orsökum þarf því miður að fresta dagskránni sem fara átti fram nk miðvikudag 3.des.
Ný dagsetning er 10. desember kl 17:00 og vonumst við til að sjá sem flesta.
Á dagskrá verða sem áður sagði tvö atriði:
Uppáhaldsbækurnar mínar: Aðalbjörg Sigurðardóttir.
Illur fengur: Finnbogi Hermannsson
Í september sl. fengum við þá hugmynd að biðja einn af gestum okkar að koma og fjalla um nokkrar uppáhalds bækur. Von okkar með þessu var að hleypa af stokunum erindaröð þar sem gestir myndu skora á hvern annan til að mæta og vera með bókaspjall. Fyrst til leiks var Svanhildur Þórðardóttur og skoraði hún á konu sem er líkt og hún sjálf mikill bókaormur, Aðalbjörgu Sigurðardóttur og er nú komið að Aðalbjörgu að segja frá sínum uppáhaldsbókum.
Finnbogi Hermannsson fjallar um og les upp úr nýjustu bók sinni, Illur fengur, sem er glæpasaga, söguleg skáldsaga sem gerist við Breiðafjörð á öndverðri 20. öld.
Verið velkomin. Heitt á könnunni.