Listaverkagjöf

Þann 25. júlí s.l. barst Listasafninu góð gjöf. Um er að ræða málvek eftir Ragnar Pál af húsinu Silfurgata 8 á Ísafirði. Gjöfin er til minningar um Hrefnu Reginu Kristjánsdóttur Fraser.

 

Þann 25. júlí barst Listasafninu gjöf frá Steinunni Hansdóttur og systkinum hennar en um er að ræða málverk af Silfurgötu 8. Gjöfin er gefin safninu til minningar um móður Steinunnar, Hrefnu Reginu Kristjánsdóttur Fraser sem var fædd að Silfurgötu 8 þann 25. júlí 1924 og hefði því orðið níræð þennan dag.

Fyrri eiginmaður Hrefnu var Hans Bjarnason og hófu þau sinn búskap í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn.Seinni maður Hrefnu var Robert D. Fraser, major í Bandariska hernum og fluttist hún með honum til Norður Ameríku árið 1957, ásamt börnum sínum.

Hrefna lést árið 1994 og Robert lést árið 2013 og eru þau bæði jarðsett í Arlington kirkjugarðinum í Virginíufylki í Norður Ameríku.

Foreldrar hennar voru Jóhanna María Benonýsdóttir fædd á Steinanesi í Suðurfjarðarhreppi 1892 (látin 1984) og Kristján Guðmundur Jónsson fæddur á Króki, Selárdal 1883 (látinn 1971).  Þau eignuðust 10 börn sem öll eru fædd í Silfurgötu 8. 

 

  

Velja mynd