
Foreldramorgnar í Bókasafninu Ísafirði
Á morgun, þriðjudaginn 26. mars kl. 11-12 verður foreldramorgunn í Bókasafninu og er markhópurinn foreldrar í fæðingarorlofi. Safnið verður aðeins opið fyrir þessa gesti á þessum tíma.
Á morgun, þriðjudaginn 26. mars kl. 11-12 verður foreldramorgunn í Bókasafninu og er markhópurinn foreldrar í fæðingarorlofi. Safnið verður aðeins opið fyrir þessa gesti á þessum tíma. Þetta er nokkuð sem foreldrar með ung börn hafa verið að óska eftir og viljum við gjarnan koma til móts við þennan hóp. Foreldramorgnar verða fyrst um sinn í boði vikulega út apríl mánuð, en stefnt er að því að taka upp þráðinn aftur í haust og að foreldramorgnar verði fastur liður alla þriðjudaga.
Hist verður í smábarnadeildinni á fyrstu hæð þar sem barnabækur, leikföng og dýnur verða á staðnum. Af og til verða fræðsluerindi eða önnur dagskrá, en þegar engin dagskrá er í boði er tækifæri til að eiga notalega stund saman, foreldrar og börn.
Hvetjum áhugasama til að mæta! Búið er að stofna hóp fyrir foreldramorgna á Facebook og gott að fylgjast með þar: https://www.facebook.com/groups/foreldramorgnar.bokasafninu.isafirdi/