Koma Þjóðverja – Tveir heimar

Í ár eru liðin 70 ár frá því að 314 þýskir landbúnaðarverkamenn komu til Íslands á vegum Búnaðarfélags Íslands og í tilefni af því standa Sendiráð Þýskalands á Íslandi, Goethe stofnun í Kaupmannahöfn og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO fyrir viðburðaröð með þýska rithöfundinum og blaðamaðanninum Anne Siegel.

Í ár eru liðin 70 ár frá því að 314 þýskir landbúnaðarverkamenn komu til Íslands á vegum Búnaðarfélags Íslands og í tilefni af því standa Sendiráð Þýskalands á Íslandi, Goethe stofnun í Kaupmannahöfn og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO fyrir viðburðaröð með þýska rithöfundinum og blaðamaðanninum Anne Siegel.

Koma Þjóðverjanna tengdist aðstæðum í Evrópu eftir seinna stríð og einnig þeim miklum breytingum sem á þessum tíma áttu sér stað í íslensku samfélagi. Var þetta var stærsti hópur útlendinga sem komið hafði til Íslands fram að þeim tíma, fyrir utan hernámslið Breta og Bandaríkjamanna. Margir settust hér að fyrir fullt og allt, giftust, stofnuðu fjölskyldu og settu sitt mark á sitt nærumhverfið. Anne Siegel hefur kynnt sér sögu þeirra þýsku kvenna sem hér settust að. Bæði hefur hún hitt og tekið viðtöl við þýska „landnema“ en einnig afkomendur þeirra. Efniviðinn notaði hún í bók sína Frauen, Fische, Fjorde (Konur, fiskur, firðir).

Föstudaginn 31.maí kl. 16:30 verður Anne Siegel gestur Bókasafnsins og mun hún segja frá tilurð bókarinnar og sögunum sem hún heyrði við gerð hennar. Spjallið verður á ensku en einnig verður lesinn stuttur kafli í íslenskri þýðingu Magnúsar Diðriks Baldurssonar. Andrea Harðardóttir sér um upplesturinn.

Allir velkomnir.

Heitt á könnunni.

Velja mynd