![](/datab_myndir/Bangsi1.jpg)
Bangsadagurinn
Í yfir 20 ár hefur verið haldið upp á Bangsadaginn í Bókasafninu Ísafirði, en hann hefur verið fastur liður í barnastarfinu síðan 1998. Ekki verður gerð undantekning í ár...
Í yfir 20 ár hefur verið haldið upp á Bangsadaginn í Bókasafninu Ísafirði, en hann hefur verið fastur liður í barnastarfinu síðan 1998. Ekki verður gerð undantekning í ár og höldum við upp á Bangsadaginn mánudaginn 28. október.
Það verður bangsasögustund og litaðar bangsamyndir. Bangsagetraunin verður á sínum stað og möguleiki fyrir þrjá heppna þátttakendur að fá bangsa í verðlaun. Svo er vel hugsanlegt að leynigestur mætir til leiks!
Börn og bangsar velkomin! Dagskráin hefst kl. 16.