130 ára afmæli Bókasafnsins
Miðvikudaginn 6.nóvember n.k. býður starfsfólk Bókasafnsins Ísafirði bæjarbúum og öðrum gestum að koma og fagna 130 ára afmæli safnsins. Þann dag árið 1889 hófust fyrst útlán...
Miðvikudaginn 6.nóvember n.k. býður starfsfólk Bókasafnsins Ísafirði bæjarbúum og öðrum gestum að koma og fagna 130 ára afmæli safnsins. Þann dag árið 1889 hófust fyrst útlán og var bókasafnið til húsa í barnaskólanum sem staðsettur var við Silfurgötu 3.
Í tilefni af þessum tímamótum verður myndasýning frá liðnum árum í salnum og tíðarandi frá síðari hluta 20. aldar mun setja svip sinn á húsið þennan dag.
Þegar haldið er upp á tímamót eins og þessi er gott að staldra aðeins við og líta um öxl – en ekki síður fram á veginn. Hvernig sérð þú bókasafnið fyrir þér í framtíðinni? Ertu með hugmyndir sem þig langar til að deila með okkur? Við hvetjum gesti til að taka þátt.
Bókasafnið verður opið kl. 12-18 eins og vanalega, boðið verður upp á kaffi og kleinur og vonumst við til að sjá sem flesta! Verið velkomin.