Til skjalanna - hlaðvarp Þjóðskjalasafnsins

Til skjalanna er heiti hlaðvarps sem Þjóðskjalasafn Íslands byrjaði með nýlega. Það er aðgengilegt á stafrænum heimildavef Þjóðskjalasafnsins og á helstu dreifiveitum fyrir hlaðvörp.

Í hlaðvarpinu verður m.a. fjallað um starfsemi og safnkost Þjóðskjalasafns en einnig um rannsóknir, útgáfuverkefni og ýmislegt fleira tengt starfsemi safnsins, beint og óbeint. Tveir þættir eru nú þegar komnir inn á hlaðvarpið. Í fyrsta þætti er rætt við Hrefnu Róbertsdóttur þjóðskjalavörð um hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands og verkefni þess í bráð og lengd. Í öðrum þætti er fjallað um störf og hlutverk Landsnefndarinnar fyrri sem starfaði á árunum 1770-1771 og rætt við Hrefnu Róbertsdóttur, Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur og Helgu Hlín Bjarnadóttur sem komu allar að útgáfu 5. bindis skjala Landsnefndarinnar.

Hér er hægt að komast inn á hlaðvarp Þjóðskjalasafnsins

Velja mynd